fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Davíð skammar Guðna Th. og gefur stjórnarsáttmálanum ekki margar stjörnur

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 1. desember 2017 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri, gerir nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmálann að umfjöllunarefni sínu í dag. Finnur hann að því að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hafi aðeins veitt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna formlegt umboð til að reyna stjórnarmyndun. Gefur Davíð stjórnarsáttmálanum fáar stjörnur sem lesefni, en í leiðaranum notar hann tækifærið til að sparka í Pírata. Davíð segir stjórnarsáttmálann bera sérkennilega yfirskrift þar sem talað er um sáttmála flokkanna, ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis:

Sátt­mál­inn er lang­ur, þótt lengri hafi sést, og hann er of óljós og stund­um þoku­kennd­ur og á það til að breyt­ast í hrein­an vaðal. Hann minn­ir meir á plögg sem sett eru fram í aðdrag­anda kosn­inga en niður­stöðu vandaðra samn­ingaviðræðna æðstu manna. Því fer fjarri að sátt­mál­inn veiti góða leiðsögn um þá „veg­ferð“ sem ákveðin hafi verið. Sátt­máli síðustu rík­is­stjórn­ar var af­leit­ur, eins og menn muna, þótt því verði ekki kennt um að sú rík­is­stjórn sprakk að til­efn­is­lausu,

segir Davíð. Hann er ekki par sáttur við ákvörðun forsetans við að veita aðeins Katrínu formlegt umboð:

Aðeins einn formaður fékk umboð til að reyna stjórn­ar­mynd­un, formaður VG. Forðum var að því fundið þegar talsmaður sam­bæri­legs flokks fékk slíkt umboð. En það var ekki svo að formaður VG fengi einn umboð og kláraði verk­efnið. Hann fékk slíkt umboð tvisvar og eng­inn ann­ar þótt eft­ir því væri kallað með full­um rök­um.

Davíð er heldur ekki sáttur við fjölda ráðherra samanborið við þingstyrk:

Eft­ir liðhlaupið úr stuðningsliði rík­is­stjórn­ar­inn­ar er svo komið að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sér fyr­ir 16 þing­mönn­um en hinir flokk­arn­ir tveir sam­eig­in­lega aðeins 17. Stuðnings­menn stjórn­ar­inn­ar úr Sjálf­stæðis­flokkn­um eru næst­um helm­ingi fleiri en þeir sem koma úr flokki for­sæt­is­ráðherra. Þess sér að nokkru stað í fjölda og vigt ráðherra­sæta, sem eru þó ein­göngu til að rétta af þann mikla halla sem felst í að minni flokk­ur­inn fái for­sætið í rík­is­stjórn­inni. VG fær fjög­urra ráðherra ígildi, því staða for­seta Alþing­is fell­ur þeim einnig í skaut. Hvað sem segja má um Stein­grím J. Sig­fús­son þá er ekki ástæða til að ef­ast um getu hans til að valda því embætti.

Hann notaði svo tækifærið til að sparka í Pírata:

Oft er látið eins og um­bylt­ing sé lík­leg í stjórn lands­ins komi nýr flokk­ur ör­fá­um mönn­um á þing og það þótt sá flokk­ur sé áþekk­ur öðrum smá­flokk­um. Þegar hef­ur fjöldi slíkra komið við sögu um stund og horfið. Pírat­ar urðu furðu stór­ir um stund og enn stærri í sýnd­ar­til­veru kann­ana. En hvorki flokks­menn né aðrir vissu út á hvað fram­boðið gekk og því aðeins tímaspurs­mál hvenær loftið læki úr þeirri blöðru. Pírat­ar hafa senni­lega verið sett­ir á í síðasta sinn og munu næst svífa á vit sög­unn­ar, eða í þeirra til­viki koma sér fyr­ir í tölvu­skýi og ekki skilja eft­ir sig „fingraf­ar“ í jarðneskri til­veru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki