fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Hvetur fólk til að koma vopnað í kirkju

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ken Paxton.

Ken Paxton, æðsti embættismaður dómsmála í Texas í Bandaríkjunum, hvetur fólk til að koma vopnað í kirkju. Þessi ummæli lét Ken falla eftir að byssumaður, David Patrick Kelley, 26 ára, skaut 26 manns til bana í kirkju í smábæ nærri San Antonio í gær.

Skotárásin er sú mannskæðasta í Texas svo áratugum skiptir en auk þess að drepa 26 særðust 20, sumir lífshættulega. David er sagður hafa gengið inn í kirkjuna þar sem hann hóf skothríð á fólk af handahófi.

Paxton sagði í viðtali við fréttastofu Fox í gærkvöldi að fólk þyrfti að vera betur á varðbergi gagnvart hættulegum einstaklingum. Ein leiðin væri að bera á skotvopn á sér alltaf, líka þegar farið er í kirkju.

Paxton benti á að í Texas væri fólki heimilt að bera á sér skotvopn. Og á fjöldasamkomum, eins og í Texas í gær, sé alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver fremji ódæðisverk. Benti hann á að ef fólk ber skotvopn á sér sé hægt að takmarka manntjón.

Þessi nálgun, að ein leiðin til að stöðva „slæman“ einstakling með skotvopn sé að láta „góðan“ einstakling fá skotvopn hefur verið gagnrýnd harðlega af andstæðingum skotvopnalöggjafarinnar í Bandaríkjunum.

National Rifle Association, valdamikil samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, hafa bent á að nauðsynlegt sé að leyfa almenningi að bera skotvopn því þannig sé hægt að koma í veg fyrir fjöldamorð líkt og varð í Texas í gær. Hafa samtökin fullyrt að það gerðist „milljón“ sinnum á ári að góðhjartaðir byssueigendur kæmu í veg fyrir skotárásir. Þess er getið í umfjöllun Independent að ekkert renni stoðum undir þessar fullyrðingar samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu