fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kosningar 2017: Þorgerður Katrín um Vestfirði

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spurningar um Vestfirði vegna Alþingiskosninganna 2017, sem sendar voru öllum forsvarsmönnum framboða í Norðvesturkjördæmi.

Tilefni: Skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshlutans 2008 – 2015. Útg. ágúst 2017.

Upplýsingar sem fram koma í skýrslunni:

Hagvöxtur á Vestfjörðum:  -6% ,     en  +4% á landinu öllu.

Íbúaþróun:  -4,6% , en +4,3% á landinu öllu.

Framleiðsla á mann:  -2%,  en 0% á landinu öllu. „2,7 milljónir króna á Vestfjörðum og 3,2 milljónir króna á landinu öllu.

Framleiðsla: 31% allrar framleiðslu á Vestfjörðum er í sjávarútvegi. Sjávarútvegur er    8% af framleiðslu landsins í heild.

Ársverk: 24% ársverka á Vestfjörðum er í sjávarútvegi og 2% í fiskveldi

Launatekjur á ársverk: Á Vestfjörðum voru launatekjur á ársverk að jafnaði 8% minni en að jafnaði á öllu landinu, en fyrir fáeinum áratugum voru meðaltekjur á Vestfjörðum hærri en annars staðar (bls 3).

Fiskveiðar: Laun á ársverk eru lægri í fiskveiðum á Vestfjörðum en annars staðar  (bls 14).

Fjárhagsstaða fyrirtækja: Árið 2015 skulduðu útgerðir og iðnaðarfyrirtæki að jafnaði meira á Vestfjörðum en annars staðar (bls 6).

Hlutdeild Vestfjarða í atvinnugreinum: Árið 2015 var  7% af framleiðslunni í sjávarútvegi á Vestfjörðum  og í ferðaþjónustu 1% ( bls 7 og bls 9, skipting þáttatekna). [Innskot ritstjóra: Hlutur Vestfirðinga í sjávarútvegi var um 16% um 1990.]

Fjármálaþjónusta og tryggingar 2015 á Vestfjörðum: aðeins ¼ af því sem umsvifin voru 2008. (bls 14).

Fasteignir á Vestfjörðum: Fasteignaverð er hvergi lægra en þar. Staðgreiðsluverð á fermetra í sérbýli var 88-89 þúsund krónur að jafnaði árið 2015, rúm 40% af landsmeðaltali

Með vísan til ofangreindra upplýsinga er þess óskað að eftirfarandi spurningum verði svarað :

  1. Hvernig hyggst þinn flokkur auka hlutdeild Vestfirðinga í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á næsta kjörtímabili ?
  2. Hvernig verður hagvöxtur á Vestfjörðum aukinn a.m.k. til jafns á við hagvöxt á landinu öllu?
  3. Hvernig verður unnið að því að laun á Vestfjörðum verði ekki lægri en annars staðar á landinu? Kemur þar til greina að bæta lágtekjusvæðum upp lægri tekjur með tekjujafnandi aðgerðum svo sem hærri persónuafslætti?
  4. Hvaða ráðstafanir hyggst flokkurinn ráðast í til þess að hækka íbúðaverð a.m.k. til jafns á við almenna hækkun á landsvísu hverju sinni?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

1. Hvernig hyggst þinn flokkur auka hlutdeild Vestfirðinga í sjávarútvegi og ferðaþjónustu á næsta kjörtímabili ?

Viðreisn leggur mikla áherslu á bættar samgöngur á Vestfjörðum. Ljúka þarf veglagningu um Teigsskóg. Nauðsynlegar endurbætur á Dynjandisheiði og nærliggjandi vegum á sunnanverðum Vestfjörðum þurfa að hefjast á meðan á framkvæmdatíma Dýrafjarðaraganga stendur. Hvað flugsamgöngur varðar hefur Viðreisn þegar hafið undirbúning á verkefnum er lúta að því að litið verði á innanlandsflug sem almenningssamgöngur sem og flutningsjöfnun flugvélaeldsneytis. Sem dæmi um aðrar mótvægisaðgerðir sem Viðreisn vill ráðast má jafnframt nema stóraukið markaðsstarf og breytingar á úthlutun byggðakvóta í samræmi við tillögur starfshóps sem nýverið lauk störfum fyrir hönd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þar er m.a. sjálfræði sveitarstjórnar ákveðið

2. Hvernig verður hagvöxtur á Vestfjörðum aukinn a.m.k. til jafns á við hagvöxt á landinu öllu?

Dæmin sýna að stóraukið fiskeldi verður mikil lyftistöng fyrir Vestfirði sem mun hafa víðtæk margfeldisáhrif og stuðla að fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu. Viðreisn styður uppbyggingu ábyrgs fiskeldis á vísindalegum grunni á Vestfjörðum og telur að með réttum mótvægisaðgerðum verði unnt að hefja sjókvíaeldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi í samræmi við ströngustu kröfur.
Bættar samgöngur munu styðja við ferðaþjónustu og atvinnulíf en jafnframt þarf að leggja áherslu á að bæta aðra innvið, einkum raforkuöryggi fjórðungsins sem er óásættanlegt í dag.

Jöfnun annarra búsetuskilyrða, til að mynda niðurgreiðsla á ferðakostnaði vegna heilbrigðisþjónustu þarf einnig að bæta, ásamt því að styrkja þjónustu á svæðinu sjálfu og styðja ennfrekar við menntastarf á borð við háskólasetrið sem gefið hefur góða raun.

3. Hvernig verður unnið að því að laun á Vestfjörðum verði ekki lægri en annars staðar á landinu? Kemur þar til greina að bæta lágtekjusvæðum upp lægri tekjur með tekjujafnandi aðgerðum svo sem hærri persónuafslætti?

Í byggðalögum sem byggja öðru fremur á sjávarútvegi er lykilatriði að koma böndum á krónuna og taka upp nýjan gjaldmiðil. Þannig eykst fyrirsjáanleiki í rekstri og tekjur haldast stöðugar. Að öðru leyti er mikilvægast að jafna búsetuskilyrði og styrkja atvinnulíf á svæðinu, til að mynda í gegnum fiskeldi og aukna ferðaþjónustu.

4. Hvaða ráðstafanir hyggst flokkurinn ráðast í til þess að hækka íbúðaverð a.m.k. til jafns á við almenna hækkun á landsvísu hverju sinni?

Stefna Viðreisnar í húsnæðismálum almennt er að lækka vaxtakostnað og þar með afborganir með innleiðingu nýrrar peningamálastefnu. Þannig má jafnframt lækka byggingakostnað á nýbyggingum. Íbúðarverð mun ávallt haldast í hendur við framboð og eftirspurn og því er vænlegasta leiðin til að hækka íbúðarverð að fjölga störfum og snúa þannig við íbúaþróun síðustu ára.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“