fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur Einar Daðason: Hvernig á að auka sjávarútveg á Vestfjörðum?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. október 2017 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðið Vestfirðir sendi frambjóðanda í efsta sæti á öllum níu listum í Norðvesturkjördæmi svohljóðandi spurningu: Aðeins um 7% af framleiðslunni í sjávarútvegi var 2015 á Vestfjörðum, en hlutfallið var um 16% fram til um 1995. Hvaða breytingar telur þú að þurfi að gera, m. a. á löggjöf um stjórn fiskveiða, til þess að sjávarútvegur vaxi á Vestfjörðum til fyrra horfs? 

Ásmundur Einar Daðason, Framsókn.

Það er mikilvægt að nýta og efla byggðaúrræði fiskveiðistjórnunarkerfisins og að stjórnvöld séu tilbúin til að starfa með heimamönnum að lausnum. Þær aflaheimildir sem ríkið hefur árlega til afnota til byggðaúrræða þarf að nýta á markvissan hátt og horfa skal sérstaklega til svæða eins og Vestfjarða sem hafa þurft að glíma við fólksfækkun og eru með einhæft atvinnulíf. Sveitarfélög verða að geta gripið inn í sölu á aflahlutdeildum til að tryggja aukna byggðafestu. Við þurfum að standa vörð um strandveiðar og leita leiða til efla þær á veikum svæðum.

Við höfum verið að sjá mikla samþjöppun í sjávarútvegi og það er mikið áhyggjuefni hversu þungt hljóð er í litlum útgerðarfyrirtækjum. Það þarf að endurskoða veiðigjöld með tilliti til þessara sjónarmiða. Jafnframt þarf að tryggja að veiðigjöld renni beint til landsbyggðarinnar og þar verði sérstaklega horft til byggðalaga eins og Vestfjaraða sem hafa þurft að glíma við mikla fólksfækkun. Sé það ekki gert þá er þetta hreinn landsbyggðarskattur. Samhliða þessu þá er mikilvægt að stjórnvöld standi með fiskeldisfyrirtækjum á svæðinu og styðji við þá uppbyggingu samhliða öðrum aðgerðum.

Birtist fyrst í Vestfirðir. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki