fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Af hverju eru allir stóreignamenn í Sjálfstæðisflokknum?

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 21. október 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kárason rithöfundur og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Einar Kárason skrifar:

Því hefur stundum verið haldið fram að tími stéttastjórnmála sé liðinn, og vissulega hljóma sumir gamlir frasar um öreiga og verkalýð ærið forneskjulega í eyrum nútímafólks. En staðreyndin er hinsvegar merkilegt nokk sú að næstum allir þeir hér á landi sem gamlar skilgreiningar sortera í auðstétt, eru í hægriflokkunum, og þar af yfirgnæfandi flestir í Sjálfstæðisflokknum. Allir þeir sem eiga fyrirtækin; verslun, útgerð – fiskimið! – ráða fyrir bönkum eða eru í vogunarsjóðum, að maður nú ekki tali um eigendur aflandskróna og aflandsfyrirtækja, þeir eru í Sjálfstæðisflokknum. Þar er þeirra valdamiðja. Það vita allir sem hafa komið á fundi hjá Samtökum atvinnulífsins, LÍU (hvað sem það aftur kallar sig núna) eða á fundi fjárfesta hjá bönkunum, að þar eru næstum eingöngu helbláir Íhaldsmenn. Séu menn grunaðir um annað eru þeir litnir hornauga eða hreinlega taldir eitthvað skrýtnir.

Það er auðvitað ekkert við þessu að segja, mönnum er frjálst að velja sér flokka og sinn félagsskap. Og að láta það ráðast af sínum eigin hagsmunum. En það virðist blasa við út frá þessari staðreynd að gamla skilgreiningin um auðstéttina og svo hin sem eiga bara sitt vinnuafl (fyrir utan heimili og bíl) sé enn í fullu gildi, þrátt fyrir fagurgala íhaldsflokka um annað, og einhver slagorð um flokk allra stétta. Og þá blasir einnig við að hið gamalgróna flokkakerfi okkar frá öndverðri liðinni öld eigi bara fjandi vel við ennþá: Útgerðarmenn, heildsalar og kaupmenn eiga sitt stjórnmálaafl, velmegandi bændur og landeigendur annað, og þá er auðvitað eðlilegt að við alþýðufólkið höldum okkur við okkar hreyfingu. Sem frá upphafi hefur verið borin uppi af sósíaldemókrötum. Það er að sama skapi út í bláinn að stórir skarar af stritandi launþegum séu að ýta vagni þeirra klúbba þar sem allir stóreignamennirnir hafa fundið sér stað, með því að kjósa flokka sem auðmennirnir safnað sér saman í.

Munum það líka að yfirráð yfir fyrirtækjunum í landinu færir þeirri stétt sem með þau fer geysileg völd í þjóðfélaginu. Og það er því alveg óþarft að hún hafi meira og minna stöðugt öll pólitísk völd að auki. Svo að ég mæli bara með því að í þetta sinn sameinumst við hin um að kjósa sósíaldemókrata. X-S.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG