fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Vilja setja milljarð á ári í baráttu gegn ofbeldi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. október 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar.

Samfylkingin vill setja einn milljarð króna á ári í baráttu gegn ofbeldi í samfélaginu. Fram kom í yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í lok spetember að Samfylkingin myndi setja kynferðisofbeldi á oddinn en á fundi í Lögbergi í Háskóla Íslands var áherslan útfærð. Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir í samtali við Eyjuna að Samfylkingin vilji setja milljarð á ári í baráttuna gegn ofbeldi:

Við ætlum að setja einn milljarð árlega í málaflokkinn sem að mun annars vegar fara í að efla löggæslu, fjölga lögregluþjónum og hækka laun þeirra til samræmis við þeirra framlag. Við ætlum að fara inn í skólakerfið, ekki með mánaðarátak gegn ofbeldi, heldur inn í námið í grunnskóla, menntaskóla og háskóla þar sem verður fræðsla um ofbeldi, bæði fyrir gerendur og þolendur nútíðar, fortíðar og framtíðar,

segir Helga Vala. Á hún við allar tegundir af ofbeldi, kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og netofbeldi:

Svo ætlum við líka að auka framlag til neyðarmóttöku og samræma móttöku brotaþola í heilbrigðiskerfinu um allt land.

Helga Vala segir að upphæðin sé ekki of há, þetta sé aðeins byrjunin. Langtímamarkmiðið sé að fjölga lögregluþjónum umtalsvert, efla þjálfun og hækka laun þeirra.  Hún segir að þetta mál sé henni persónulega hugleikið þar sem hún hafi sem lögmaður þekki kerfið vel:

Ég hef verið að vinna á neyðarmóttöku kynferðisofbeldis, geng þar bakvaktir á sex vikna fresti í viku í einu, þannig að ég þekki þetta kerfi vel. Ég finn það mikið, sérstaklega hjá löggunni að þar er svakalegt álag, rosalega mikil þreyta. Fólk er bæði að hverfa til annarra starfa og fara í langtímaveikindi því þessi hópur hefur verði skilinn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“