Eyjan

Sigmundur Davíð: Er þetta tilviljun?

Eyjan
Miðvikudaginn 11. október 2017 10:03

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að þýska alríkislögreglan hafi látið íslenskum yfirvöldum í té upplýsingar er tengjast Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra sem nú er formaður Miðflokksins. Segir að upplýsingar Þjóðverjana byggist á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum. Í frétt RÚV er vitnað í grein Süddeutsche Zeitung. Þýsk yfirvöld keypti upplýsingar á fimm milljónir evra í sumar.

Í grein Süddeutsche Zeitung kemur ekki fram hvaða upplýsingar um Sigmund þetta eru. Hvort þær séu nýjar eða þær sem fjallað hefur verið um ítrekað frá því að Sigmundur sat á móti Jóhannesi Kr. Kristjánssyni um árið og ræddu um Wintris sem skráð var á Bresku Jómfrúareigunum. Segir í frétt RÚV að á gögnunum megi skilja að um sé að ræða mestmegnis þau gögn sem íslenska ríkið keypti 2016 og fjölmiðlar fjölluðu um á þeim tíma.

Í greininni segir orðrétt að enn fremur hafi átt sér stað umfangsmikil samvinnu rannsóknaraðila frá öðrum ríkjum, t.d. BNA, Bretlandi og Frakklandi. Þannig fékk Ísland t.d. gögn frá Wiesbaden um fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Nafn hans kom upp í apríl árið 2016 þegar hópur blaðamanna opinberaði Panama-skjölin, sem meðeiganda í skúffufyrirtæki. Þetta leiddi af sér mótmæli tugþúsunda í höfuðborginni, Reykjavík, gegn þáverandi forsætisráðherra, sem leiddu til þess að hann neyddist til að sega af sér.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er bara eitt af mörgum nöfnum í Panama-skjölunum sem vekja grun um dularfull, en þó ekki endilega ólögleg viðskipti með skúffufyrirtæki um allan heim.

Sigmundur Davíð fjallar stuttlega um frétt RÚV á Facebook-síðu sinni. Sigmundur segir:

„Er líklegt að það sé tilviljun að einmitt núna birtist gömul frétt um að nafnið mitt hafi verið meðal þeirra milljóna nafna sem var að finna í gögnum sem þýska ríkið keypti 2015?

Þjóðverjar sendu upplýsingar úr gögnunum sem þeir keyptu á sínum tíma til viðeigandi landa. Við á Íslandi hefðum reyndar ekki þurft sendinguna frá þeim vegna þess að ríkisstjórn mín var búin að láta kaupa þann hluta þessara gagna sem vörðuðu Íslendinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af