fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Bjarni gleymir að nefna Kjararáð – Þorsteinn notar sósíalistafrasa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. september 2017 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að hlusta á Bjarna Benediktsson – sem um daginn spáði því í viðtali við erlendan fjölmiðil að við myndum upplifa aðra bankakreppu vegna græðgi  – segja að vinnumarkaðsmódelið á Íslandi sé í raun ónýtt. Bjarni hefur reyndar lengi verið talsmaður þess að á vinnumarkaði verði tekið upp það sem hann kallar „norræna módelið“ og þá varað við að hópar geti tekið „viðsemjendur sína í gíslingu“ eins og hann orðaði það fyrir nokkrum árum og svo keðjuverkanir sem leiða af miklum hækkunum til ákveðinna („fámennra“) hópa.

Bjarni kallaði þetta stærsta veikleika íslenskra efnahagsmála um þessar mundir – og vissulega er það rétt að það eru erfiðir kjarasamningar framundan í vetur og gæti stefnt í verkföll. Hann sagði í stefnuræðu sinni í gærkvöldi:

Leitin að söku­dólgnum beinir sjónum frá aðal­at­rið­inu. Vinnu­mark­aðslíkanið er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mót­mælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti ann­arri, nær engin sam­vinna til staðar og skipu­lagið til­vilj­ana­kennt og breyti­legt frá einum kjara­við­ræðum til þeirra næstu.  Þetta er stærsti ein­staki veik­leiki íslenskra efna­hags­mála um þessar mund­ir.

Bjarni talar um leit að sökudólgi, en því verður varla neitað að nú eru það úrskurðir Kjararáðs um stórfelldar kauphækkanir til stjórnmálamanna og embættismanna helltu olíu á eld og gera kjaraviðræður mun erfiðari en ella. Þær voru meira að segja afturvirkar, langt aftur í tímann. Annað sem má nefna eru stórfelldar hækkanir á forstjórakaupi – sem minna helst á það sem var að gerast eftir 2000. Það er fyrst og fremst þetta sem grefur undan Salek samkomulaginu sem Bjarna var svo kært. Bjarni kvartaði undan því þingræðunni að menn kepptust við að lýsa yfir andláti þess – kannski er það ekki alveg dautt, en það er á grafarbakkanum.

Það var svo merkilegt að heyra tóninn í þingræðu Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra. Var það óvart eða með ráðnum hug að hann vitnaði í einn aðalfrasa norrænna jafnaðarmanna og sósíalistahreyfingarinnar– sem Karl Marx notaði líka á sínum tíma. Ráðherrann sagði:

Í þeim efnum er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á að öllum standi til boða að vera virkir í samfélaginu; að hver gefi til samfélagsins eins og hann er fær um og þiggi það frá samfélaginu sem hann þarf. Í því felast mikil lífsgæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG