fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Skemmtiferðaskipin eru ekki að brenna svartolíu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. september 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík.

Skemmtiferðaskip sem sækja Ísland heim brenna ekki svartolíu hér við land og hafa heldur ekki heimild til þess.

Þau brenna gasolíu þegar þau liggja við bryggju og hið sama gildir um öll önnur skip. Á hafi úti er gert ráð fyrir að skipin brenni díselsolíu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Umhverfisstofnun birti á vef sínum í morgun.

Komur skemmtiferðaskipa hingað til lands hafa verið gagnrýndar mjög í fréttum að undanförnu í kjölfar einnar mælingar á loftmengun frá skipi sem hér lá í höfn. Án þess að gera lítið úr niðurstöðum þeirrar mælingar, er þó ekki hægt að draga af henni þá ályktun að svartolíu sé brennt í þessum skipum við bryggjur landsins. Umræðan hefur að hluta til spunnist um reykinn frá skipunum, en það að sjá svartan reyk frá þeim gefur ekki endilega tilefni til fullyrðinga um hvaða eldsneyti sé verið að brenna.

Í viðtölum í fjölmiðlum hefur verið gefið í skyn að skemmtiferðaskip hafi heimild í lögum til að brenna svartolíu í kringum landið. Sú er ekki raunin. Hið rétta er að þau mega brenna annað hvort  dísilolíu eða gasolíu og þar sem sú síðarnefnda er mun dýrari má gera ráð fyrir að úti á sjó sé fyrst og fremst verið að brenna dísilolíu. Þegar skemmtiferðaskipin liggja við bryggju gildir hins vegar að þar má einungis brenna gasolíu og nær það raunar til allra skipa. Reyndar mæla reglur svo fyrir að skipum beri að nýta sér rafmagn við þær aðstæður, sé hægt er að koma því við. Umhverfisstofnun fær reglulega upplýsingar frá höfnum landsins um eldsneyti skipa sem hér koma til hafnar og ekkert í þeim gögnum bendir til að skipin séu að brenna svartolíu við bryggju, enda er það ólöglegt eins og fyrr segir.

Umhverfisstofunum skrifar að fiski- og flutningaskip, njóti rýmri reglna heldur en skemmtiferðaskipin.

Þau mega brenna svartolíu að vild í kringum landið, séu þau utan hafna og dæmi eru um ný skip í íslenska fiskiskipaflotanum sem útbúin eru til að brenna svartolíu. Þó svo að skemmtiferðaskip mengi talsvert meira en flest önnur skip, vegna stærðar sinnar, má ætla að loftmengun frá skemmtiferðaskipum sem hingað koma sé mun minni en sem nemur heildarmengun frá öðrum skipum sem hér hafa viðkomu og því ef til vill vert að beina frekar sjónum að því.

Umhverfisstofnun hyggsst hefja eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á næstunni, með sérstaka áherslu á brennisteinsinnihald. Undirbúningur þeirrar vinnu var hafinn áður en nýlegar fréttir birtust um megnun frá skemmtiferðaskipum. Næsta sumar hyggst Umhverfisstofnun svo vinna sérstaka rannsókn þar sem kannað verður til hlítar hverrar gerðar olían er sem skemmtiferðaskipin brenna hér við land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki