fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Hæstsettu embættismenn Trumps veita honum ofanígjöf

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Um helgina tóku tveir af hæstsettu embættismönnum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta þannig til orða í fjölmiðlum að það hefur gefið gagnrýnendum forsetans tilefni til að velta fyrir sér hvort menn í innsta hring forsetans ætli jafnvel að segja skilið við hann.

Í fréttaskýringu í The Washington Post (WP) mánudaginn 28. ágúst segir að Jim Mattis varnarmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra hafi um helgina vakið undrun vegna þess hvernig þeir töluðu um forsetann. Þeir hafi greinilega viljað hafa á hreinu að þeir sættu sig ekki við hvernig forsetinn fjallaði um mótmælin í Charlottesville á dögunum þegar hann lagði alla mótmælendur að jöfnu þótt í hópi þeirra væru nazistar og öfgasinnaðir talsmenn hvíta kynstofnsins. Ef til vill hafi þeir almennt marka skil á milli eigin orða og forsetans.

Um helgina birtist myndskeið á Facebook af Mattis þar sem hann flutti ræðu yfir hermönnum erlendis í fyrri viku. Hann hvatti þá til að „halda stefnunni“ og lofaði að „andagiftin“ næði að nýju að setja svip sinn á þjóðlífið. Mattis sagði:

Þjóð okkar glímir nú við vanda sem við höfum ekki innan hersins … Þið skulið bara halda stefnunni þar til að það ástand skapast meðal þjóðarinnar að menn sýni hver öðrum skilning og virðingu.

Tillerson og Mattis ásamt Trump Bandaríkjaforseta. Mynd/EPA

Síðar ræddi ráðherrann um mátt andagiftarinnar og að hann mundi að nýju setja svip sinn á þjóðlífið. Í WP segir að ekki sé ljóst hverjir hafi verið áheyrendur Mattis en í fyrri viku hafi hann farið til Jórdaníu, Tyrklands og Úkraínu og ávarpað hermenn þar.

Fréttaskýrandi WP segir að Mattis hafi aldrei sagt að yfirmaður heraflans, forsetinn, stuðlaði að sundrung í landinu en herinn væri yfir það hafinn. Orð hans hafi hins vegar verið á þann veg að lengra hefði fyrrverandi hershöfðinginn varla getað gengið.

Í vikulokin þegar öll athygli í Bandaríkjunum beindist að fárviðrinu í Texas gaf Trump fyrirmæli til Mattis um að banna skráningu transfólks í herinn. Með því hratt Trump í framkvæmd loforði sem hann gaf allt í einu í júlí án vitundar Mattis.

Ekki er ljóst hvort Mattis vissi að orð hans voru mynd- og hljóðrituð af einhverjum meðal áheyrenda. Hitt er þó ljóst að hann ætlaði ekki að fara leynt með afstöðu sína. Annars hefði hann ekki talað á þennan veg.

Í WP segir að „skot“ Tillersons á Trump hafi verið mun nákvæmara en Mattis. Utanríkisráðherrann ræddi við Chris Wallace á Fox News sjónvarpsstöðinni sunnudaginn 27. ágúst. Hann var spurður hvort hann teldi að það félli að bandarískum gildum að tala um „báða aðila“ á þann veg sem forsetinn gerði eftir átökin í Charlottesville. Tillserson sagði klippt og skorið:

Forsetinn talar fyrir sjálfan sig.

Undrandi spurði Wallace: „Ertu að skilja á milli þín og forsetans?“

Tillerson svaraði: „Ég hef látið mína skoðun í ljós á gildum okkar.“ Fyrr í þættinum sagði hann: „Frá utanríkisráðuneytinu boðum við bandarísk gildi – stuðning okkar við frelsi, stuðning okkar við að komið sé á sama hátt fram við fólk um heim allan.“ Hann bætti síðan við: „Þessi boðskapur hefur aldrei breyst.“

Blaðamaður WP segir þetta stórfréttir. Þetta séu ekki þingmenn repúblíkana sem vilji greina sig frá forsetanum sem þeim hafi aldrei líkað en hafi haft það fyrir sig. Hér sé um að ræða tvo hæstettu embættismennina í ríkisstjórn forsetans sem báðir hafi samþykkt að vinna að framgangi stefnu hans og velgengni hans í embætti. Þá greini nú á við hann um hvort bandaríska þjóðin sé á réttri leið.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu