fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Heræfingar Rússa eru margfalt fleiri NATO-ríkjanna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá heræfingu Rússa í nágrenni St. Pétursborgar. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Athugun á vegum FAZ.NET eða netútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung leiðir í ljós að frá árinu 2015 hafa Rússar efnt til mun fleiri heræfinga en NATO og aðildarríki þess í Evrópu. Sérfræðingar blaðsins segja þetta áhyggjuefni fyrir Vesturlönd.

Í úttektinni kemur fram að Rússar æfi sig greinilega oftar. Stóræfingar séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Æfingar Rússa með þátttöku meira en 1.500 hermönnum séu margfalt fleiri en Vesturlanda. NATO hafi á þessu tímabili stofnað til 38 æfinga með 1.500 mönnum en Rússar til 124 æfinga eða meira en þrisvar sinnum fleiri æfinga. Sé litið til æfinga með 1.500 til 5.000 hermönnum er fjöldi æfinga fjórar á móti einni Rússum í vil.

Þ

Rússneskir hermenn. Mynd/EPA

essar tölur segja þó ekki alla söguna að mati FAZ því að Rússar æfi oft herafla sinn án þess að nokkuð fréttist af því. Þá sé mjög algengt að kannað sé hvort rússneski herinn sé tilbúinn til átaka. Slíkar athuganir séu sjaldgæfar á Vesturlöndum.

Í ítarlegri grein um niðurstöður úttektarinnar minnir blaðamaðurinn Lorenz Hemicker á að árlegar haustæfingar rússneska hersins séu um miðjan september. Vestrænir sérfræðingar telji að um 100.000 hermenn búi sig um þessar mundir undir Zapad-æfinguna (Zapad: vestur) við austurlandamæri NATO. Af hálfu rússneskra stjórnvalda er hins vegar sagt að aðeins sé um 13.000 hermenn að ræða. Að ekki sé talað um fleiri þátttakendur í æfingunni er engin tilviljun, verði þeir fleiri ber Rússum að bjóða eftirlitsmönnum að fylgjast með henni í samræmi reglur ÖSE, Öryggissamvinnustofnunar Evrópu. Rússar eiga aðild að ÖSE.

Í samtali við FAZ hvetur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, Rússa til að auka gegnsæi vegna heræfinga. Með því megi draga úr hættu á „misskilningi og stigmögnun“.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu