Eyjan

Þýðingarlaust og skaðlegt að banna áfengisauglýsingar og fjárhættuspil

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 11:28

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að bönn við hlutum á borð við áfengisauglýsingar og fjárhættuspil séu þýðingarlaus og skaðleg. Brynjar, sem fer sjaldan leynt með skoðanir sínar, segir í færslu á Fésbók að okkur sé mjög í mun að hafa ýmis bannákvæði í lögum sem virðist vera hluti af eðlislægri stjórnsemi og vantrausti á öðrum:

Við ríghöldum í sum bannákvæði þótt þau séu þýðingarlaus í raun og gera ekkert annað en að skapa mismunun og ójafnræði,

segir Brynjar. Góð dæmi um þetta sé bann við áfengisauglýsingum og fjárhættuspilum:

Góð dæmi um þetta er bann við áfengisauglýsingum og fjárhættuspilum. Að búa í frjálsu samfélagi fylgja ýmsir gallar en kostirnir eru miklu meiri. Og á meðan við erum hluti af hinu frjálsa heimi á tækniöld eru svona bönn þýðingarlaus og skaðleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af