fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þetta hefur rithandarsérfræðingur að segja um bréf ráðuneytisins: „Hroðvirknislegt“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Dómsmálaráðuneytið sendi frá sér bréf þann 4. ágúst. Þar sagði að Ólöf Nordal heitin hefði afgreitt umsókn Robert Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar, um uppreist æru. Eftir að bréfið var birt í fjölmiðlum hefur borið á því að fólki hefur ekki fundist allt með feldu hvað bréfið varðar og hafa samsæriskenningar grasserað um að hluti setningar hafi verið eytt út og jafnvel að undirskriftirnar hafi verið falsaðar. Afrit bréfsins sem sent var fjölmiðlum var aðeins 308kb að stærð og óskaði DV eftir því að fá að ljósmynda frumrit bréfsins, því hafnaði ráðuneytið.

Sjá einnig: Ráðuneytið neitar DV um að ljósmynda frumritið af bréfinu sem veitti Roberti óflekkað mannorð

Bréfið sem um ræðir.

Leituðu blaðamenn til Haraldar Árnasonar rithandarsérfræðings og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns til fjögurra áratuga og fengu hann til að leggja mat sitt á bréfið. Segir Haraldur að það bendi ekki til þess að undirskriftirnar séu falsaðar, það sé hins vegar rétt að síðasta málsgreinin er slitin í sundur og að einnig vanti punkt á eftir orðinu „hegningarlögum“:

Mér finnst nú ástæðulaust að hoppa upp með fölsunarkenningu á þessum forsendum.  Mér dettur í hug, að þarna gæti verið um „copy-paste“ dæmi.  Ég geri ráð fyrir að ráðuneytið hafi mikið af stöðluðum bréfum og þá gjarna „copy-paste“ breytilega þætti við staðlað erindi,

segir Haraldur. Það vekji hins vegar athygli sína að orðið „að“ sé undirstrikað og slitin frá málsgreininni á undan:

Annað sem mér þykir sérstakt, er að það er ekki embættisstimpill forsetans við undirskrift sem til hans vísar, en kannski er litið á þetta erindi sem óformlegt, það eru t.d. engir titlar settir við undirskriftir ráðuneytismanna.

Segir Haraldur að uppsetningin á bréfinu sé „hroðvirknisleg“:

Að því er varðar fölsun undirskrifta, er ekki að sjá nein þau merki sem benda til fölsunar. Ólöf skrifar greinilega með fjaðurpenna eða lindarpenna með fremur mjúkum oddi. Báðar undirskriftirnar sem til ráðuneytismanna vísa, eru gerðar með mjög góðu flæði og hvergi að sjá stopp eða hik í skriflínunum, það er að segja bleklínum eftir skriffærin. Að því er varðar handskrift  sem vísar til forsetans, finnst mér að, í tilviki sem þessu, eigi embættisstimpill að vera þar, en það er nú bara mín skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn