Eyjan

Varaformaður VG lætur Pírata heyra það: Yfirgripsmikil og djúp vanþekking

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 14:17

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna. Mynd/Pressphotos.biz

„Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverjir virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana,“ segir Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna í vefsíðu sinni og vísar til orða Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata um meint verðsamráð á íslenskum fiskmörkuðum. Fyrr í vikunni bar Björn Leví á Fésbók saman upplýsingar um fiskverð á Íslandi og í Grimsby á Englandi þar sem nánast eingöngu er seldur fiskur frá Íslandi:

Verðið á Íslandi er meira en helmingi lægra en fyrir minnsta þorskinn í Grimsby. Kannski er þetta munur á slægðum og óslægðum fiski, ég sé það ekki á gögnunum í Grimsby en þrátt fyrir það væri verðið á Íslandi mun lægra en í Grimsby. Það ber að athuga að dagurinn í dag er ekkert einsdæmi,

sagði Björn Leví og bætir við:

Orsökin, er mér sagt, er að það er samráð á fiskmörkuðum á Íslandi. Þeir sem bjóði í fiskinn skipta uppboðunum á milli sín til þess að hirða til sín sem mestan gróða. Þeir sem eru með aðgang að nákvæmari gögnum (það þarf notendanafn til þess að sjá það) segja mér að það sé ekki lengur hægt að sjá hverjir séu að bjóða í fiskinn en miðað við hvert varan fer síðan þá sé það frekar augljóst.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pirata.

Sagði Björn Leví að miðað við það gæti í raun hver sem er keypt fiskinn á íslenskum markaði og sent hann til Grimsby og grætt dágóða summu án þess að gera neitt annað. Björn Valur, sem hefur verið sjómaður frá árinu 1975, segir það áhyggjuefni að stjórnmálamenn margir hverjir skilji ekki sjávarútveg og vísar hann sérstaklega til orða Björns Leví:

Margir þeirra láta sér nægja að henda af og til fram illa rökstuddum fullyrðingum umsvik og pretti innan íslensks sjávarútvegs. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af