fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

14995 kjarnorkusprengjur – í höndum Trumps, Kims Jong Un og Pútíns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. ágúst 2017 05:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er satt að segja ansi langt síðan maður velti kjarnorkuógninni fyrir sér í alvöru. Hún var til staðar á unglingsárum mínum, á tíma kalda stríðsins, en samt fannst manni eins og kerfið sem kallaðist MAD héldi alltaf – MAD var mutual assured destruction, gagnkvæm örugg eyðilegging. Ógnarjafnvægi var það nefnt. En kjarnorkuvopnunum hélt samt áfram að fjölga og fleiri ríki eignuðust þau. Maður trúði því samt að leiðtogar heimsins væru svo skynsamir menn, eða að minnsta kosti nokkurn veginn, að þeir myndu ekki beita þessum hræðilegu vopnum. Þótt Brésnef og Nixon væru slæmir ætlaði maður þeim ekki slíka vitleysu.

En nú er aftur talað um kjarnorkuvána, eins og hún vofi yfir. Myndin hér að neðan er úr The Independent, hún sýnir hvaða ríki í heiminum ráða yfir kjarnorkuvopnum. Þau eru óhugnanlega mörg. Þarna eru ekki bara stórveldi kalda stríðsins, Bandaríkin og Rússland með brjálæðisleg kjarnorkuvopnabúr, um 7000 sprengjur hvort ríki, óg til að þurrka mannkynið af jörðinni, heldur eru þarna líka ríki eins og Norður-Kórea, Ísrael, Pakistan – og auðvitað Kína. Með alþjóðlegu samkomulagi reyndi Obama forseti að girða fyrir að Íranir kæmust yfir kjarnorkuvopn.

Þetta eru alls 14995 kjarnorkusprengjur, samkvæmt þessari talningu. Og nú eru tveir kolvitlausir valdamenn komnir á fullt í meting um hvor geti farið að sprengja hinn. Donald Trump lætur engan úr stjórnkerfi Bandaríkjanna vita þegar hann allt í einu fer að hóta að láta rigna eldi og eimyrju yfir Norður-Kóreu. Einræðisherrans Kim Jong Un hefur uppi digurbarkalegar yfirlýsingar um að senda sprengjur á nágrannaríki  – það er erfitt að segja hvaða innistæða er fyrir hótunum þessa fáráðlings.

Kerfið í Bandaríkjunum er hannað þannig að vald forsetans yfir kjarnorkuvopnatakkanum er óskorað. Ef forsetinn vill sprengja einn morguninn, eða eftir sjónvarpsgláp um kvöld, er varla nein leið að koma í veg fyrir það. Hvað gera þá hinir, vilja þeir ekki nota sprengjurnar sínar líka? Heimsbyggðin þarf að treysta á stillingu þessara náunga, og manna eins og Vladimirs Pútín, það er heldur vond tilhugsun.  Miðað við þetta upplifði maður öryggiskennd í kalda stríðinu, að minnsta kosti á seinni hluta þess.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega