Eyjan

Lífeyrissjóðirnir verða að fjárfesta sem víðast um heiminn og í sem margvíslegastri starfsemi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. ágúst 2017 03:38

Gengi Haga hríðfellur. Á þessum lista getum við séð hverjir eru helstu eigendur þessa félags sem hefur sent frá sér tvær afkomuviðvaranir að undanförnu. Þetta eru mestanpart lífeyrissjóðir sem eru í eigu launafólks. Sumir lífeyrissjóðanna eiga meira að segja stóra hluti.

Það eru semsagt þeir sem greiða í lífeyrissjóði sem tapa. Á sama tíma er verið að hækka iðgjöld í lífeyrissjóðina – og ljóst að aldur til lífeyristöku mun fara hækkandi.

En þetta er sterk áminning um að það er brjálsemi að íslensku lífeyrissjóðirnir, sem bólgna af fé í hverjum mánuði, séu að fjárfesta mikið á Íslandi. Eina skynsamlega leiðin til að ávaxta þessa fjármuni er að dreifa þeim nógu víða um heiminn og í alls konar starfsemi. Að binda peningana við fá íslensk fyrirtæki sem eiga það jafnvel til að hækka úr öllu valdi einmitt vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna er einfaldlega vond meðferð á fé almennings. Jú, þannig er hægt að sýna fram á hækkandi virði – en það er eins og að pissa í skóinn sinn. Þetta var eitt af því sem við lærðum á tíma hrunsins – og það er alveg ljóst að við getum átt von á nýju bakslagi.

Svo má minna á að stjórnendur Haga voru sjálfir að selja hluti sína í fyrirtækinu í fyrrra, eftir að ljóst var að Costco kæmi hér inn á markaðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af