fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Við sjáum um Norður-Kóreu“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn muni „sjá um“ Norður-Kóreu en vill að öðru leyti ekki gefa upp hvað hann hyggist gera varðandi nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft síðastliðinn föstudag, eldflaugin lenti í hafinu á milli Kóreuskagans og Japan. Um er að ræða langdrægnari eldflaug en hingað til og gæti nýjasta eldflaugin náð til borga í Bandaríkjunum, segja sérfræðingar að eldflaugin gæti jafnvel náð til New York á austurströnd Bandaríkjanna.

Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu fylgist með nýjustu eldflauginni sinni.

Trump fundaði með ríkisstjórn sinni í dag, eftir fundinn var hann spurður af CNN um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu, svaraði hann:

„Við sjáum um Norður-Kóreu. Við getum séð um þá. Þetta verður leyst. Við leysum allt.“

Trump var áður búinn að tjá sig um málið á Twitter, sagði hann að Kína hefði valdið sér vonbrigðum en hann vill að Kína þrýsti á Norður-Kóreu til að hætta eldflaugatilraunum sínum:

Kína hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Þeir gera EKKERT fyrir okkur varðandi Norður-Kóreu, tala bara. Við getum ekki leyft þessu að halda áfram. Kína getur auðveldlega leyst þennan vanda!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG