fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björt ítrekar að hún hafi ekki brotið neinar reglur – Mun þá Bjarni auglýsa Armani?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, Björt Ólafsdóttir og Jón Magnússon. Samsett mynd/DV

Víðtæk gagnrýni á auglýsingaljósmynd af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í þingsal Alþingis heldur áfram. Bæði stjórnmálamenn úr röðum Pírata og Framsóknarflokknum hafa gagnrýnt ráðherra harðlega og segja hana gera lítið úr Alþingi og misnota aðstöðu sína sem ráðherra til að koma fram í auglýsingu í þingsalnum.

Sjá frétt: Björt hlær að gagnrýninni: Bindi myndi fara með feðraveldið

Nú hafa Jón Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi bæst í hóp gagnrýnenda. Á bloggsíðu sinni hæðist Jón að Björt og segir hana ekki sætta sig við ráðherralaunin og sé að drýgja tekjurnar með fyrirsætustörfum:

Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir sættir sig ekki við ráðherralaunin og hefur því hafið fyrirsætustörf fyrir tískuvörumerkið Galvan í London. Ráðherranum finnst það sæma sitja fyrir og auglýsa vörurnar með upptökum úr þingsal Alþingis lýðveldisins Íslands,

segir Jón. Segir hann að þar sem þetta sé ekki brot á reglum Alþingis þá sé spurning hvort aðrir ráðherrar gerist fyrirsætur:

Þá gæti Bjarni Benediktsson auglýst Armani föt og Benedikt Jóhannesson Rolex úr. Já og Þorgerður Katrín Chanel ilmvötn og samgönguráðherra Toyota. Já og allt með upptökum úr þingsal Alþingis, þar sem strangt til tekið er það ekki brot á reglum þó myndatökur í þingsal í einkaþágu séu óheimilar.

Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands notar tækifærið og gagnrýnir Bjarta framtíð, flokk Bjartrar Ólafsdóttur:

Björt framtíð er flokkur fyrir bobós, borgaralega bóhema. Fólk sem gerir engar athugasemdir við óréttlæti hins kapítalíska kerfis en vill hafa svolítið annan stíl í klæðaburði og annan smekk á bíómyndum en Jón Gunnarsson. En gerir samt allt eins og Jón Gunnarsson og hugsar eins og hann. Og er náttúrlega ekkert annað en Jón Gunnarsson pakkaður í eitthvað annað en Dressmann. Björt framtíð er Jón Gunnarsson eftir að hann kom út úr fataskápnum. Nýr kjóll, sama spilling.

Björt skilur að fólk finnist Alþingis helgur staður

Björt sjálf hefur hlegið að gagnrýninni á Fésbókarsíðu sinni og sagði að það gæti farið með feðraveldið eins og það leggi sig ef hún myndi næst vera með bindi til að hvetja karlkyns þingmenn til að bera það í þingsalnum. Hún hefur svo bætt við að hún skilji að fólk finnst Alþingi vera helgur staður en ítrekar að hún hafi ekki brotið neinar reglur:

Það voru ekki brotnar reglur. Alvanalegt að ljómsyndarar standi þarna fyrir utan þingsalinn að taka myndir inn.

En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, (til dæmis á samfélagsmiðlum). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?