fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ábyrgð borgaryfirvalda mikil: Orðspor borgarinnar mun skaðast

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina hófst nýr kafli í sögu Reykjavíkurborgar þar sem mismunun var lögfest og allt gert til að gera erlendum gestum borgarinnar erfitt fyrir. Orðspor Reykjavíkurborgar mun skaðast þegar ferðamaðurinn þarf að klöngrast frá t.d. á sunnudagsnóttum til og frá Aðalstræti í gengnum skemmtanalíf miðborgarinnar með töskur sínar út að Tollhúsinu eða Ráðhúsinu til að komast i eða úr millilandaflugi.

Þetta segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grayline og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Tilefnið er bann Reykja­víkur­borg­ar við akstri hóp­ferðabif­reiða í miðborg­inni sem tók gildi um helgina. Nýtt kerfi svo­nefndra safn­stæða fyr­ir hóp­ferðabif­reiðar hefur verið tekið upp og nýj­ar merk­ing­ar sett­ar upp.

Bannsvæðið mark­ast af Frí­kirkju­vegi, Sól­eyj­ar­götu, Njarðargötu, Ei­ríks­götu, Baróns­stíg, Hverf­is­götu, Tryggvagötu, Geirs­götu, Ægis­götu, Túngötu, Suður­götu og Von­ar­stræti. Hægt er að aka um Lækj­ar­götu.

Safn­stöðvarn­ar eru tólf talsins og eru flest­ar við ytri mörk bannsvæðis­ins,  við Hall­gríms­kirkju, Tjörn­ina, Ráðhúsið, Safna­húsið og Hörpu. Hægt er að sækja ferðamenn og skila þeim á stöðvarn­ar.

„Ábyrgð borgaryfirvalda er mikil, orðspor og gestrisni borgarinnar er ein verðmætasta eign hverra borgar en meirihluta borgarstjórnar er alveg sama, þetta „rútufargan“ eins og einn forvígismaður borgarstjórnar orðaði svo huggulega skal víkja úr borginni með góðu eða illu. Góð þjónusta á sanngjörnu verði verður bönnuð í miðborg Reykjavíkur,“ segir Þórir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun