Eyjan

Þegar fólk fer með fé sem það á ekki eyðir það þeim í einhverja vitleysu

Ari Brynjólfsson skrifar
Föstudaginn 14. júlí 2017 17:09
Logi Bergmann Eiðsson og Máni Pétursson. Samsett mynd/DV

„Þetta er sjúklega heimskulegt, þrettán milljónir eru hellings peningur sem þú ákveður að eyða í algjöru tilgangsleysi, því þú getur það, því þetta eru ekki þínir peningar. Vínbúðin,  það renna peningarnir þarna í gegn og enginn veit hvernig þetta er rekið því þetta eru svo háar upphæðir.“

Þetta sagði Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi um fréttir vikunnar ásamt Sigmari Guðmundssyni þáttastjórnanda og Mána Péturssyni útvarpsmanni á X-inu. Ræddu þeir um auglýsingaherferð Vínbúðarinnar þar sem starfsmenn eru hvattir til að muna eftir að biðja fólk um að sýna skilríki.

Sjá frétt: Vínbúðin sökuð um að sóa almannafé

Voru þeir Logi og Máni sammála um að upphæðin væri mjög há fyrir auglýsingaherferð af þessu tagi og líklegast sé um að ræða hærri upphæð þar sem milljónirnar þrettán hafi aðeins farið í framleiðsluna á raunveruleikaþættinum. Segja þeir að auglýsingaherferðin endurspegli slæman rekstur á Vínbúðunum þar sem hagnaðurinn komi til vegna tóbaksgjalda. Máni segir tilgangslaust að eyða almannafé í þessa auglýsingaherferð:

Maður spyr sig, tilgangsleysi þess að auglýsa sig er algjört en þetta er alltaf með allt í íslensku samfélagi að þegar fólk er farið að skipuleggja peninga sem það á ekki þá fer það að eyða í einhverja helvítis vitleysu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af