fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

2% Íslendinga borða ekki ristað brauð

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. júlí 2017 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn vill brennt brauð. Mynd/Getty

Yfirgnæfandi meirihluta Íslendinga vilja hafa brauðið sitt meðalristað. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Svarendum voru sýndar myndir af sex mismunandi ristuðum brauðsneiðum þar sem númer gáfu til kynna samsvarandi stillingu á brauðrist og í kjölfarið boðið að velja það sem kæmist næst óskum þeirra um hið fullkomna ristabrauð.

Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti, eða  85%, kusu brauð með gylltum tón. Þannig voru 54% svarenda sem kusu helst að hafa ristabrauðið sitt ljósgyllt  og 31% svarenda völdu brauð með dökkgylltum blæ . Enginn vildi brauðið sitt brennt og 2% sögðust ekki borða ristað brauð.

Í könnuninni var ekki gert ráð fyrir að ristabrauðsvélar geta haft mismunandi fjölda stillinga heldur gengið út frá því að unnið væri með vél sem hefði sex stillingar. Þá var ekki spurt um val fólks á viðbiti eða öðru áleggi á ristabrauð – en borðleggjandi að það verði gert í framhaldinu.

Íslendingar voru almennt sammála um það að vilja brauðið sitt meðalristað. Sá hópur sem líklegastur var þó til að vilja brauðið sitt ljósgyllt voru konur á aldrinum 68 ára og eldri og ekki útivinnandi. Samanborið við aðrar starfsstéttir voru stjórnendur og æðstu embættismenn líklegastir til að vilja brauðið sitt dökkbrúnt eða 11%, en þeir voru jafnframt líklegastir til að borða ekki ristað brauð, 6%. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins, 11%, var einnig líklegra en stuðningsfólk annarra hópa til að vilja brauðið sitt dökkbrúnt og var auk þess ólíklegast til þess að vilja ristað brauðið sitt ljósgyllt líkt og meirihluti Íslendinga kaus, eða 48%.

Könnunin var gerð dagana 6.-14. júní 2017, 974 einstaklingar, 18 ára og eldri, svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt