fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Gunnar hætti sem ritstjóri eftir að hann kallaði Ingu Sæland „Nasista ömmu“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland og Gunnar Waage. Samsett mynd/DV

Gunnar Hjartarson hefur sagt af sér sem ritstjóri vefritsins Sandkassinn eftir aðeins rúmar þrjár vikur í starfi, Gunnar tilkynnti afsögn sína í kjölfar umleitana blaðamanns Eyjunnar um að komast í samband við hann eftir að hann birti pistil í gær á Sandkassanum þar sem hann kallaði Ingu Sæland, formanns Flokks fólks, „Nasista ömmu“.

Í gær birti Sandkassinn greinina „Nasista Ömmurnar“ eftir þáverandi ritstjóra síðunnar, Gunnar Hjartarson. Í greininni setur hann Ingu Sæland í hóp með eldri konum sem munu vera yfirlýstir nasistar. Segir Gunnar að meintur málflutningur Ingu, um að öryrkjar og aldraðir hafi það slæmt á Íslandi vegna komu hælisleitenda til landsins, sé sami málflutningur og nasistar voru með á dögum Þriðja ríkisins:

Þessi málflutningur er nákvæmlega sá sami og nasistar boðuðu á sínum tíma en munurinn er sá að Inga ræðst gegn öðrum minnihlutahópum en gyðingum,

Gunnar Hjartarson. Haraldur segir í samtali við Eyjuna að búið sé að eiga við myndina í myndvinnsluforriti.

sagði Gunnar í pistlinum. Sandkassinn hefur vakið nokkra athygli í netheimum fyrir herská skrif sín gegn þeim sem eru á móti komu hælisleitenda til Íslands, hefur vefritið meðal annars birt lista yfir Íslendinga sem vefritið kallar „nýrasista“, en þar má meðal annars finna fjölmiðlafólk sem og þingmenn og fyrrverandi forsætisráðherra. Gunnar Hjartarson tók við sem ritstjóri Sandkassans þann 20.júní síðastliðinn þegar Gunnar Waage steig til hliðar. Hávær orðrómur hefur gengið um að Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage sé einn og sami maðurinn og reyndi blaðamaður Eyjunnar að ná tali af Gunnari Hjartarsyni í gær og í dag en án árangurs. Í kjölfar umleitana blaðamanns um að fá að tala við Gunnar Hjartarson, hvort sem það sé í gengum síma eða í eigin persónu, fékk blaðamaður þau svör frá Gunnari Waage um að Gunnar Hjartarson væri hættur sem ritstjóri Sandkassans. Í gærkvöldi birti Gunnar Hjartarson svo færslu á Fésbók um að hann hefði stigið til hliðar sem ritstjóri Sandkassanns. Ein ástæðan fyrir því væri að hann vilji ekki gera líf sitt opinbert og setja þannig fjölskyldu sína í hættu:

Fremsti mannréttindavefur landsins þarf að hafa hugrakka menn sem eru tilbúnir að stíga það skref að koma opinberlega fram í fjölmiðlum sem andlit þeirrar stefnu sem þeir boða. Ég lifi sjálfur ósköp venjulegu og þægilegu lífi. Á ekki mikið af seðlum en góða fjölskyldu sem mér er mjög annt um. Vil ég fyrir enga muni setja fjölskyldu mína í stórhættu með að gera líf mitt opinbert og fá brjálaða rasista og öfgamenn á hæla mér,

sagði Gunnar Hjartarson og þakkaði Gunnari Waage og nýjum ritstjóra, Haraldi Davíðssyni, fyrir að þora að koma fram. Haraldur sagði í samtali við Eyjuna í dag að hann skyldi vel þá ákvörðun um að koma ekki fram opinberlega þar sem bæði hann og Gunnar Waage hefðu þurft að sæta hótunum af hálfu ofbeldismanna vegna skrifa þeirra á Sandkassann. Aðspurður um hvort Gunnar Hjartarson og Gunnar Waage væru sami maðurinn sagði Haraldur:

Þetta er búið að vera mjög skemmtileg brella hjá ákveðnum hópi þjóðreminga hérna að þeir vilja bara ekki trúa því að fleiri manneskjur en Sema Erla og Gunnar Waage geti verið á móti þeim.

Haraldur segist þó ekki hafa hitt Gunnar Hjartarson í eigin persónu á þeim tíma sem þeir hafi setið saman í ritstjórn Sandkassans, en hann hafi oft og mörgum sinnum talað við hann á netinu. Segir Haraldur að þeir hafi þekkst í nokkur ár. Telur hann ekki trúlegt að Gunnar Hjartarson geti verið sami maðurinn og Gunnar Waage þar sem þeir noti önnur stílbrögð í skrifum sínum.

„Best er að þetta er allt fullorðið fólk“

Haraldur segir þeir sem sitji í ritstjórn Sandkassans standa undir sífelldum hótunum, þar á meðal frá þekktum ofbeldismönnum sem hafi til dæmis brotið glugga á heimili Gunnars Waage, því skilji hann vel að Gunnar Hjartarson vilji ekki stíga fram:

Það er verið að birta heimilisföngin okkar, heimilisföng foreldra okkar, börnin okkar eru dregin inn í þetta til að reyna að ógna okkur,

segir Haraldur. Oft sé um að ræða gervimenni á netinu, fólk sem sigli undir fölsku flaggi á Fésbók, sem þeir hafi nokkrum tilfellum flett ofan af. Haraldur segir þetta allt makalaust:

Best er að þetta er allt fullorðið fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega