fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fyrsti viðkomustaðurinn á leiðinni til útlanda

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. júlí 2017 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Þjóðminjasafns Íslands birtast þessar myndir úr gömlu flugstöðinni í Keflavík sem var í notkun þangað til Leifsstöð (sem nú á að kalla FLE) var opnuð. Sjálfsagt muna einhverjir eftir þessum bar, en sumir þó kannski ekki nema óljóst, því þarna hellti fólk hressilega í sig fyrir flug. Þá þótti óhæfa að fara í flug án þess að fá sér vel af bjór áður – bjórinn var jú bannaður utan vallargirðingarinnar – og svo var haldið áfram í flugvélinni. Þá bættist jafnvel koníak við.

Margur Íslendingurinn kom vel slompaður til útlanda – og hélt þá jafnvel áfram drykkjunni, enda flóði allt af bjór, alls staðar nema á Íslandi.

Ein tegundin sem þarna var drukkin var hinn íslenski Polar bjór. Hann var fyrst framleiddur fyrir breska setuliðið á stríðsárunum en síðan fyrir Kanann á Vellinum. Ég bragðaði aldrei á Polar bjór – þetta voru forboðnar lystisemdir – en sagt er að hann hafi verið afar bragðvondur.

 

Barþjónninn sem er svo virðulegur þarna á myndinni mun vera Vilhjálmur Schröder.

Á vef Þjóðminjasafnsins er líka þessi mynd af gömlu Fríhöfninni. Hún var tákn frelsis í hugum Íslendinga. Allir sem fóru í ferðalög til útlanda keyptu þar eins og þeir gátu, en nú eru breyttir tímar og maður nennir varla að stoppa í Fríhöfninni lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega