fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Jón Viðar hjólar í borgarfulltrúa Pírata: Embættismennirnir vita að þið eruð linir

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 17:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson og Halldór Auðar Svansson. Samsett mynd/DV

„Í stuttu máli hefði mátt gera betur. Þarna var lagt mat á það hvort að hætta gæti stafað af skólpinu. Niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins var að svo hefði ekki verið og því var tekin sú ákvörðun að upplýsa ekki yfirstjórn borgararinnar. Við í pólitíkinni fréttum bara af þessu eins og aðrir í fjölmiðlum.“

Þetta sagði Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Ræddi hann um skólpmálið sem vakið hefur hörð viðbrögð, sagði Halldór að ramminn og skilaboðin milli borgarinnar, Veitna og heilbrigðiseftirlitsins séu ekki nægilega skýr og að ábyrgð borgarstjóra og borgarfulltrúa felist í því að stíga upp og viðurkenna mistök. Telur Halldór að borgarstjóri hefði mátt stíga inn fyrr:

Ég held að borgarstjóri hefði mögulega mátt stíga fyrr inn. Hann hefur verið í sumarfríi og kannski ekki verið með mat á aðstæðum alveg í upphafi.

Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi gerir viðtalið við Halldór Auðar að umfjöllunarefni á Fésbókarsíðu sinni og gagnrýnir viðbrögð borgaryfirvalda við skólpflæðinu:

En auðvitað verður enginn áminntur, hvað þá rekinn, frekar en venjulega. Borgarstjóri var bara í sumarfríi og borgin stjórnlaus á meðan. Svo segir Halldór að „ramminn og sklaboðin“ á milli borgarinnar, Veitna og heilbrigðiseftirlits sé ekki nógu skýr, en það sé hlutverk borgaryfirvalda að móta hann. Þið hafið nú haft þrjú ár til þess, Halldór, og ekki varð annað á ykkur skilið fyrir kosningar en þið ætluðu nú aldeilis að taka til í kerfinu,

Skólphreinsistöðin við Faxaskjól. Mynd/or.is

segir Jón Viðar og spyr:

„Ætli það sé ekki einfaldlega svo að embættismennirnir vita sem er að þið eruð linir stjórnendur, aðgerða- og afskiptalitir, og litlar sem engar líkur til að nokkur verði nokkurn tímann dreginn til ábyrgðar fyrir nokkurn hlut á meðan þið hangið þarna inni?“

Dæmi um það sem þarf að gera betur

Halldór Auðar biður Jón Viðar um að hlusta á allt viðtalið þar sem hann ræði um nýja upplýsingastefnu:

Hins vegar má vel vera að þær kúltúrbreytingar sem hún felur í sér hafi enn ekki skilað sér um allt borgarkerfið. Þetta er stöðug og krefjandi vinna. Skólpatvikið er ágætt dæmi um að það þarf að gera betur. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil frekar gefa fólki svigrúm til að bæta ráð sitt og styðja það í þeirri viðleitni en að fara út í skammir. Tel það farsælla. Ef þú vilt kalla það að vera „linur stjórnandi“ verður bara svo að vera. Við erum þá ósammála þar.

Guðfinna J. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina bætti svo við:

Það er ekki nóg að setja stefnur og áætlanir og fara svo ekki eftir þeim eins og þið í meirihlutanum eruð Íslandsmeistarar í. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar og á að vita um slíkt mengunarslys og tilkynna það strax til almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra