Eyjan

Fullyrða að leiðtogi ISIS sé dauður

Ari Brynjólfsson skrifar
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 14:53
Abu Bakr al-Baghdadi.

Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi ISIS-hryðjuverkasamtakanna er dauður. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights, en þessar upplýsingar hafa ekki fengist staðfestar hjá Bandaríkjamönnum, Kúrdum né hjá stjórnvöldum í Írak. Samkvæmt Rami Abdulrahman, yfirmanni samtakanna, voru háttsettir meðlimir samtakanna í Deir al-Zor í Sýrlandi þar sem al-Baghdadi á að hafa fallið í júní eða byrjun júlí.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fullyrt sé að al-Baghdadi sé fallinn en hann er eftirlýstur um allan heim vegna hryðjuverka ISIS og fyrir nauðgun. Ef rétt reynist þá er þetta stór áfangi í baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi og í Írak. Al-Baghdadi stofnaði ISIS vorið 2013 og svo kalífadæmi Íslamska ríkisins ári síðar. Hann var áður liðsmaður Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna og hafa menn gefið honum viðurnefnið Draugurinn vegna þess hve erfitt hefur reynst að finna hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af