Eyjan

10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Ari Brynjólfsson skrifar
Fimmtudaginn 22. júní 2017 12:22
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir skattsvikurum stríð á hendur, einn liður í því er að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð. Benedikt sagði á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun að í kjölfar upplýsinga úr Panamaskjölunum hafi aukist meðvitund um að undanskotum væri beitt með markvissum hætti til að komast undan skattskyldu, í janúar var birt skýrsla sem unnin var í ráðuneytinu þegar það var undir stjórn Bjarna Benediktssonar um umfang íslenskra fjármuna í skattaskjólum, því hafi Benedikt skipað tvo starfshópa um aðgerðir; annan um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hinn um skattundanskot og skattsvik. Auk þess hafi hann undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum í því skyni að komast undan eðlilegri skattlagningu.

Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,

Már Guðmundsson seðlabankastjórinn sýnir 10.000 króna seðilinn í september 2013.

segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Hann bætir við:

„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“

Skattsvik kosta þjóðarbúið rúmlega 1 til 6 milljarða króna árlega, tillögur hópanna eru margvíslegar, þar á meðal að taka 10.000 króna seðilinn úr umferð og einnig 5.000 króna seðilinn.  Þor­kell Sig­ur­laugs­son, fram­kvæmd­ar­stjóri nefnd­ar­innar um umfang skattsvika og skattaund­an­skota, lagði áherslu á hversu skað­leg skatt­svik eru og mik­il­vægi þess að beita for­virkum aðgerð­um:

Það verður að byrgja í brunn­inn áður en barnið er dottið í hann. Skatt­svik er fíkn, og þeir sem stunda þetta halda áfram á að gera það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af