fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Forstjóri Haga hjólar í framkvæmdastjóra IKEA: „Álagning Bónuss með því lægsta sem þekkist“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Mynd: DV

Finnur Árnason forstjóri Haga segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóra IKEA tala niður íslenska verslun og kasta steinum úr glerhúsi. Alhæfingarnar séu hvorki sanngjarnar né réttar, margt í íslenskri verslun sé gott og margir leggi sig fram við að standa sig. Í grein Þórarins sem birt var á Eyjunni um helgina sagði hann að viðtökurnar sem Costco hefur fengið sé birtingarmynd mikillar vakningar meðal íslenskra neytenda:

Það má segja að íslensk verslun sé að ákveðnu leyti rúin trausti og í tilvistarkreppu. Til að ná vopnum sínum verða verslunarmenn að breyta því hvernig þeir koma fram við viðskiptavini sína,

Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA

sagði Þórarinn.

Hér má lesa grein Þórarins.

Finnur segir í viðtali við Markaðinn í dag að koma Costco hafi ekki komið Högum á óvart, það sem hafi komið á óvart hafi verið ummæli sem fallið hafa um íslenska verslun:

„Ég tel að umræðan sé ósanngjörn og það hjálpar ekki þegar menn sem kasta steinum úr glerhúsi, eins og framkvæmdastjóri IKEA, tala niður íslenska verslun með rakalausum upphrópunum. Alhæfingar á þessu sviði eru ekki sanngjarnar, né réttar. Ég held að margt í íslenskri verslun sé mjög gott og margir að leggja sig fram við að standa sig,“

sagði Finnur. Erfitt sé að reka verslanir á Íslandi þar sem markaðurinn sé lítill og kostnaðurinn mikill, innistæðulausar fullyrðingar og árásir hjálpi ekki til:

Hér hefur hvað mestur hávaði verið í framkvæmdastjóra IKEA sem rekur alþjóðlegt verslunarfyrirtæki á Íslandi. Í síðustu viku komu fram fréttir af hans eigin rekstri. Hann rekur eina verslun og er með öll sín innkaup á sama stað og þarf 48 prósenta framlegð í sinn rekstur. Þetta opinberar þá staðreynd að IKEA á Íslandi þarf tvöfalda álagningu Haga til að reka þessa einu verslun sína og þar með þrefalda álagningu Bónuss. IKEA á Íslandi er tugum prósenta dýrari en IKEA verslanir nágrannalandanna sem bjóða nákvæmlega sömu vöru og seld er hér. Hver skyldi vera skýringin á því? Hagar reka yfir 50 verslanir og umfangsmikla vöruhúsastarfsemi og bjóða sama verð um land allt. Ég held því fram að það sé ekkert verslunarfyrirtæki á Íslandi rekið á jafn lágri álagningu og Bónus og Bónus hefur verið rekið þannig frá upphafi. Það hefur sýnt sig í öllum þessum ólgusjó sem er í gangi að það er ekki hægt að benda á neitt sem stendur upp á Bónus í þeirri umræðu. Í alþjóðlegum samanburði er álagning Bónuss með því lægsta sem þekkist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun