fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Panta þurfi tíma á fjölförnustu ferðamannastöðunum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. júní 2017 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Við þurfum að gæta sanngirnis í þessarri umræðu, bæði gagnvart ferðaþjónustunni og stjórnvöldum. Þegar það er sagt „það hefur ekkert verið gert“, það er í mínum huga algjör þvæla. Það er ótrúlega margt sem hefur verið gert, skoðum bara fyrir og eftir myndir af helstu ferðamannastöðum, það er hægt að skoða allskonar stjórnvaldsákvarðanir um hluti sem hafa verið gerðir, og ferðaþjónustan sjálf auðvitað langöflugust í að mæta þessarri auknu eftirspurn og bregðast við um allt land. Þegar það er sagt að „það þarf ekkert að gera“, það er heldur ekki rétt. Það er margt sem þarf að gera. En nákvæmlega í hvaða röð á að gera hlutina, hversu lengi á að dvelja við einn hlut, það er alltaf hægt að fara yfir það í baksýnisspeglinum, en ég nenni ekki að dvelja við það.“

Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Segir hún að hægagangur sem margir skynji í kringum uppbyggingu innviða í ferðaþjónustunni séu vaxtarverkir því greinin sé það ný, ekki séu liðin tíu ár frá því að verkefnin voru færð úr samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið og frá eldgosinu 2010 sé þetta orðin grundvallaratvinnugrein. Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessum stutta tíma hefur valdið miklu álagi á fjölförnustu ferðamannastaðina og því mikil þörf fyrir byggingu innviða, þá sér í lagi salerna, víða um landið. Það útheimtir fjárútlát sem ekki er sátt um hvaðan á að koma. Ráðherra segir að náttúrupassi, sem var til umræðu á síðasta kjörtímabili, sé ekki á sínu borði:

Gistináttagjald er á borðinu og á að hækka úr 100 krónum í 300 krónur í haust, mér finnst persónulega og hef komið því á framfæri við fjármálaráðherra, að skatturinn eigi að falla á brott eða vera hjá sveitarfélögum frekar en hjá ríkinu, svona city tax. Þá er komið tól fyrir sveitarfélögin til að beita,

segir Þórdís. Telur hún að ríkið eigi að leggja á þjónustugjöld til að hvert og eitt svæði verði fjárhagslega sjálfbært, nefnir hún þar til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjöld:

„Varðandi stýringu og gjaldtöku þá væri það helst þar sem þessir flöskuhálsar eru, fjölsóttustu ferðamannastaðirnir sem kalla á stýringu. Gjaldtaka er eitt, svo væri hægt að láta fólk panta sér tíma, það komast bara ákveðið margir að.“

Aðspurð hvers vegna þetta taki svona langan tíma, hvers vegna það sé ekki hægt að heimfæra kerfi sem notuð séu í öðrum löndum segir Þórdís að kerfið þurfi að vera skilvirkara og samhentara:

Það er eitt af þessum stóru verkefnum sem er ekkert pólitískt sexí að tala um, „kerfið þarf að vera skilvirkara“, en það er eitt af þessum lykilatriðum þannig að öll verkefnin, ákvarðanatökur og ábyrgð, það sé skýrt hvar þetta liggur, það er ekki skýrt núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun