fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi: Óstaðfestar fréttir um látna

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 18. júní 2017 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjáskot úr myndbandi sem tekið var af fólki á vettvangi í gærkvöldi og birt á Facebook.

Stór flóðbylgja lenti seint í gærkvöldi á þorpinu Nuugaatsiaq á Vestur-Grænlandi. Bylgjur gengu einnig á land í Uummannaq og Illorsuit.  Seinna í nótt kom flóðbylgja á Upernavik-svæðinu. Þetta er tæplega 200 kílómetrum norður af Illulissat.

Grænlenska útvarpið segir að borist hafi fregnir af því að fólk hafi farist og slasast en þó sé ekki enn hægt að fá neitt staðfest hjá lögreglu.

Yfirvöld hafa sagt fólki að halda sig frá ströndinni í fjörðunum við Uummannaq. Búið er að fjarlægja 39 manns frá Nuugaatsiaq-þorpinu. Þar búa alls um 100 manns og er talið að þetta þorp hafi orðið fyrir mestum áföllum.

Rauði punkturinn sýnir svæðið þar sem flóðbylgjurnar skulu á ströndum.

Svo er að sjá af fréttum að miklar björgunaraðgerðir og leit að týndu fólki standi nú yfir.

Heimastjórn Grænlands hefur sent út tilkynningu að þeir sem vilji taka þátt í leit að fólki á bátum geti fengið ókeypis eldsneyti í Uummannaq. Björgunarlið með heilbrigðiststarfsmönnum og lögreglu er komið á vettvang með þyrlum. Danski herinn hefur stefnt skipum og þyrlum til flóðasvæðanna.

Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hefur skrifaði tíst á Twitter þar sem hann segir m. a. að „Hræðilegar náttúruhamfarir hafi orðið í Nuugaatsiaq“:

Búið er að tilkynna um neyðarsímanúmerið 36 52 49 sem fólk geti hringt í. Fólk á Ummanaq-svæðinu og Upernavik er beðið um að nota farsíma sína einungis ef brýn nauðsyn beri til svo kerfið verði ekki fyrir svo miklu álagi að hjálparliðar og aðrir sem sinna björgunarstörfum nái ekki sambandi.

Talið er að flóðbylgjan hafi myndast í kjölfar jarðskjálfta sem varð í gærkvöldi og mældist 4,1 á Richter-skala.

Grænlenska útvarpið greinir einnig frá því að birst hafi myndir á samfélagsmiðlum sem sýni geysimikið tjón í byggðum sem hafi orðið fyrir flóðbylgjunni.

Hér er myndband sem var tekið á Illorsuit-eyju við mynni Uummanaq-fjarðar:

https://www.facebook.com/Angie889/videos/vb.1332970146/10208714876252618/?type=2&theater

Uppfært kl. 11:45:

Grænlenska lögreglan hefur staðfest á blaðamannafundi að minnst fjögurra persóna sé saknað eftir flóðbylgjur næturinnar. Lögreglan staðfestir ekki hvort einhverjir hafi týnt lífi. Tveimur manneskjum hefur verið bjargað stórslösuðum og sjö eru með minni háttar meiðsli. Búið er að aflýsa hættuástandi í Upernavik.

Í Nugaatsiaq-þorpi sem virðist hafa orðið verst úti búa 101 manns og 78 hafa verið flutt á brott. Ekki er vitað hvar 23 eru niður komin. Lögregluyfirvöld ítreka að þetta fólk gæti hafa verið á sjó, á veiðum á landi eða statt annars staðar svo sem í fríi og því ekki heima þegar flóðbylgjan skall á þorpinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun