fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar: „Það eru þúsundir róttækra íslamista í Svíþjóð“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alger sprenging hefur orðið í fjölgun róttækra íslamista í Svíþjóð á undanförnum árum, samkvæmt nýju mati leyniþjónustu sænsku lögreglunnar. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Mynd/EPA

Leyniþjónusta sænsku lögreglunnar (Säpo) hefur gert nýtt mat á fjölda róttækra íslamista í Svíþjóð. Niðurstaðan er sú að þeim hefur fjölgað gífurlega á undanförnum árum.

Svipuð greining var gerð síðast árið 2010. Þá var talið að einstaklingar sem féllu undir þá skilgreiningu að vera „róttækir íslamistar“ væru alls um 200 talsins í gervallri Svíþjóð.

Nú telur Säpo að þessir einstaklingar í landinu telji þúsundir fólks.

Við höfum aldrei nokkurn tímann séð annað eins,

segir Anders Thornberg yfirmaður leyniþjónustu sænsku lögreglunnar í samtali við sænsku TT-fréttastofuna. Fréttin um þetta hefur birst víða í sænskum fjömiðlum í dag, meðal annars hér á vef Aftonbladet.

Undir skilgreininguna „róttækir íslamistar“ fellur fólk sem er íslamstrúar, aðhyllist vopnaða baráttu, boðar stranga íslamstrú og stundar fjársöfnun til stuðnings öfgahreyfingum íslamista. Flestir þeirra munu samkvæmt Säpo vera búsett í Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Örebro.

Sumir hafa jafnvel gengið svo lagt að gerast liðsmenn baráttusveita hins svokallaða íslamska ríkis (IS) í Sýrlandi og Írak. Í vikunni var birt ný skýrsla Varnarmálaháskóla Svíþjóðar (Swedish Defence University) um sænska vígamenn í liðsveitum íslamskra ríkisins og al-Quaeda. Þar kemur fram að 300 sænskir einstaklingar hafi gengið til liðs við slíkar vígasveitir hryðjuverkamanna. Af þeim eru 76 prósent karlkyns og 24 prósent konur. Alls 18 prósent eða nálega fimmtungur voru 19 ára eða yngri. Um 60 prósent eru á aldursbilinu 20 til 29 ára.

Talið er að 106 manns (40 prósent) hafi snúið aftur heim til Svíþjóðar en 112 (42 prósent), séu enn í Sýrlandi eða Írak. 49 af þeim sænsku ríkisborgurum sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasveitir íslamista eru talin hafa týnt lífi í baráttunni fyrir trúna og málstaðinn. Það eru alls 18 prósent.

Þetta er í fyrsta sinn sem birt er sænsk rannsókn þar sem ákveðnar tölur um fjölda sænskra vígamanna í sveitum íslamskra hryðjuverkaafla eru lagðar fram.

Anders Thornberg yfirmaður tekur þó fram að bein hryðjuverkahætta stafi aðeins af broti af því fólki sem falli undir skilgreininguna „róttækir íslamistar.“

Áskorunin er þó geysileg sem felst í hinni miklu og öru fjölgun róttækra íslamista í Svíþjóð, að sögn Thornberg og veldur miklu álagi fyrir öryggisstofnanir landsins. Það sem af er þessu ári hefur leyniþjónusta sænsku lögreglunnar að jafnaði fengið sex þúsund ábendingar í hverjum mánuði um hugsanlega hryðjuverkahættu eða öfgastarfsemi. Fyrir fimm árum síðan voru slíkar ábendingar um tvö þúsund talsins í hverjum mánuði.

Við verðum að vinna með skilvirkari hætti alla tíma sólarhringsins og aldrei nokkru sinni tefla í tvísýnu. Við verðum að loka þeim smugum sem finnast,

segir Thornberg sem hefur starfað sem yfirmaður Säpo síðan 2012.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun