fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Umræður um öryggismál hér á landi mótast oft af kjánalegri kaldhæðni, skilningsleysi eða vanþekkingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. júní 2017 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðunni um vopnaburð lögreglunnar hafa margir lagt orð í belg og er óhætt að segja að skoðanir séu skiptar. Ummæli Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna og forseta borgarstjórnar hafa vakið furðu í sumum kreðsum, meðal annars í Staksteinum Morgunblaðins og í dag birtist grein í sama blaði eftir Björn Bjarnason, fyrrum þingmann og ráðherra með yfirskriftinni „Sérstæð óvild forystumanna VG í garð lögreglunnar“.

Sjá fréttir: Gunnar Bragi: Ummæli Lífar Magneudóttur (Vg) um öryggisviðbúnað fyrir neðan allar hellur

Vill bregðast við hryðjuverkum með sérfræðingum í áfallastreitu fremur en sérsveitarmönnum

Að sögn Björns hefur forystufólk innan Vinstri grænna verið fremst í flokki þeirra sem gagnrýnt hafa lögreglu fyrir að bera vopn á fjöldasamkomum í Reykjavík líkt og Litahlaupinu síðastliðinn laugardag og landsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum. Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur kallað eftir skýringum á því hvers vegna gripið var til þessara ráðstafana og ætlaði að leita skýringa hjá ríkislögreglustjóra á fundi þjóðaröryggisráðs.

Sjá fréttir: „Það er verið að breyta Íslandi og við eigum ekki að láta það gerast“

„Opinberast fjandskapur forystumanna VG við lögregluna“

Segir umræðuna um öryggismál einkennast af vanþekkingu

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn segir það hafa komið skýrt fram hvers vegna lögregla ákvað að grípa til þessara ráðstafana, lögreglan í Króatíu hafi varað við komu hóps af fótboltabullum og hættumati ríkislögreglustjóra hefur verið breytt og nú er talið nauðsynlegt að löggæsla sé efld á fjöldasamkomum.

Eftir fund þjóðaröryggisáðsins á öruggu svæði á Keflavíkurflugvelli þann 12. júní síðastliðinn ræddi Katrín við fréttamann RÚV og kom fram í máli hennar að hún legði áherslu á það að gagnsæi ríkti um þessar ákvarðanir lögregluyfirvalda og daginn eftir útskýrði Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri röksemdafærslu lögreglu samkvæmt grein Björns.

Umræður um öryggismál hér á landi mótast oft af kjánalegri kaldhæðni, skilningsleysi eða vanþekkingu. Þetta birtist nú vegna þessara ákvarðana lögreglunnar,

skrifar Björn og segir að stjórnvöld hér á landi hafi sömu skuldbindingar gagnvart þegnum sínum og önnur ríki, að tryggja öryggi borgaranna. Ef ekki er staðið við þessar skuldbindingar „er vá fyrir dyrumׅ.“

Segir viðhorf VG undarleg

Í grein sem Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarkona í utanríkismálanefnd ritaði og birtist í Fréttablaðinu þann 23. nóvember 2015 kom fram að hún teldi vænlegustu leiðina til að vinna sigur á hryðjuverkamönnum að „að styrkja menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi og tryggja öllum þjóð- félagshópum þátttöku í lýðræðislegu samfélagi“. Þetta segir Björn að hún hafi viljað gera, „opna félagsmiðstöð“, í stað þess að senda lögreglu í hverfi í Brussel þaðan sem öfgamenn hafa hreiðrað um sig, handataka 21 manns og gera upptæk vopn.

Í ummælum sem Steinunn Þóra viðhafði í samtali við Morgunblaðið þann 11. júní, í kjölfar vopnaburðar sérsveitarmanna á götum Reykjavíkur daginn áður segir Björn að hún hafi gefið í skyn að lögreglan sé það sem beri að óttast hér á landi, því lögreglan væri fámenn en vopnum búin. Þetta „undarlega viðhorf“ er að mati Björns ekki einskorðað við Steinunni Þóru, það sé ríkjandi innan efstu laga Vinstri grænna.

Björn tekur einnig fyrir ummæli forseta borgarstjórnar sem hún lét falla á Facebook síðu sinni.

Óvild forseta borgarstjórnar í garð lögreglunnar birtist í orðum hennar um skort á samráði við stjórnendur borgarinnar þegar staðfest er að borgaryfirvöld voru upplýst um áform um aukna löggæslu,

segir Björn og þetta vera í anda þess sem hann þekkti af þingmönnum VG í janúar 2009 þegar lögregla stóð vörð um þinghúsið og glímdu við mótmælendur.

Kjörnir fulltrúar VG voru ekki á móti lögreglunni þá vegna búnaðar hennar heldur vegna þess að hún tryggði öryggi þingsins. Forkastanleg framganga Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG, er enn í minnum höfð.

Leifar af hugmyndafræði kommúnista og anarkista frá síðustu öld?

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks lét þau ummæli falla á Facebook að viðhorf VG sé „einhvers konar úr sér gengið og öfugsnúið afsprengi þeirrar hugmyndar kommúnista og anarkista á síðustu öld, að lögreglan sé í eðli sínu óvinur almennings. Hún sé tæki auðvaldsins til að kúga alþýðuna“.

Björn segir að „breið samstaða“ hafi verið um málefni þjóðaröryggisráðs á Alþingi en hún hafi verið viðkvæm. Það sé engu að síður undarlegt að hún sé í hættu vegna þess að lögreglan sé vopnuð. Hann spyr að lokum hvort það sé ætlun Vinstri grænna að rjúfa þessa samstöðu með því að halda því fram að okkur standi meiri ógn af lögreglunni en úr öðrum áttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki