fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kristrún: Lögmannsréttindi eru forréttindi en ekki grundvallarmannréttindi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. júní 2017 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögmannsréttindi eru privilegium þ.e. forréttindi en ekki grundvallarmannréttindi. Munurinn á forréttindum og mannréttindum er meginatriði í siðfræði laga,“ segir Kristrún Heimisdóttir rannsóknarfélagi í lögum við Columbia-háskólann í New York og fv. lektor við Háskólann á Akureyri.

Kristrún lætur þessi ummæli falla á fésbók í kjölfar þess að upplýst hefur verið, að Róbert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson og var hæstaréttarlögmaður, hefur hlotið uppreist æru eftir að hafa afplánað fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Hæstiréttur hefur nú úrskurðað, að Róbert geti fengið lögmannsréttindi sín að nýju. Hefur sú ákvörðun vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hefur forseti Íslands m.a. skýrt sína aðkomu að ákvörðuninni í viðtali við Fréttavef DV í dag, eins og lesa má hér.

Kristrún telur ekki sjálfsagt að afbrotamenn geti að nýju fengið lögmannsréttindi.

Hún segir:

„Afbrotamenn dæmdir fyrir ítrekuð alvarlegustu brot geta ekki til framtíðar uppfyllt samfélagslegan tilgang og trúnað lõgmannsréttinda. Réttur almennra borgara er ríkur til þess að allt fólk í forréttindastétt lögmanna uppfylli eðlilegar kröfur um óbrenglaða dómgreind og óvéfengjanlega virðingu fyrir siðareglum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun