fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Markvisst kynningarsamstarf á íslenskum þorski í Barcelona

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaðsverkefnið ,,Bacalao de Islandia“ tók þátt í Ruta del Baccallà sem fram fór í Barcelona 9. – 26. mars sl. Um er að ræða samstarf við DAMM Estrella og útvatnarasamtökin (Gremi de Bacallaners). Þetta var í 5. sinn sem þessi viðburður var haldinn og í annað skipti sem markaðsverkefnið tók þátt. Við opnun var komið inn á sérstök gæði íslenska þorsksins í pallborðsumræðum, en hann sóttu bæði blaðamenn og aðrir sem tengjast verkefninu. Kynningarefni um markaðsverkefnið var hluti af fundargögnum og gestir fengu hágæða saltaðan þorskhnakka merktan verkefninu, sem útvatnarar höfðu útbúið. Þá fékk „nýliði ársins“ meðal útvatnara verðlaun. Í þetta skiptið var nýliðinn Alert Om, þekktur katalónskur útvarpsmaður og fékk hann sérstakan verðlaunagrip merktan Bacalao de Islandia. Svo skemmtilega vill til að útvarpsmaður þessi stjórnar vinsælum þætti á RAC1 sem ber nafnið Islandia, en hann kom einmitt til landsins í janúar og sendi út þátt frá Reykjavík.

Kristinn Björnsson, sem vinnur einkum í markaðsverkefni sem kynnir þorskafurðir í Suður Evrópu á vegum Íslandsstofu, segir að í þessar rúmu tvær vikur sem Ruta del Baccallà stóð yfir bauð markaðsverkefnið reglulega bjóða upp á þorsksmakk hjá ákveðnum útvötnurum, sem voru með bása á hinum ýmsu matarmörkuðum. Þar var markaðsefni dreift og afgreiðslufólk vel merkt Bacalaode Islandia. Kristinn segir útvatnara sérstaka starfstétt í Katalóníu, en þeir eru algerlega sérhæfðir í skurði, útvötnun og sölu á saltfiski.

Barcelona mikilvægur markaður fyrir íslenskan saltfisk

Barcelona hefur löngum verið með allra mikilvægustu mörkuðum fyrir íslenskan saltfisk og á hann sér ríka sögu í hillum útvatnara á mörkuðum þar í borg. Þar eru gríðarlega miklar hefðir tengdar neyslu á þessari vöru, ekki hvað síst í kringum páskaföstuna. Markaðsrannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á vegum verkefnisins hafa staðfest að neytendur á þessu svæði þekkja íslenskan uppruna betur en annars staðar, og tengja hann umfram allt við gæði vörunnar. Þess vegna er um algeran lykilmarkað að ræða, og mikilvægt að halda í þessa sterku ímynd íslenska upprunans.

Matreiðslumenn eru mikilvægur markhópur markaðsverkefnisins, enda eru það þeir öðrum fremur sem koma til með að nota þetta vinsæla hráefni erlendis í framtíðinni. Til þess að viðhalda þeim sterku hefðum sem eru til staðar á Spáni er mikilvægt að þeir kynnist saltaða þorskinum og fái að vinna með hann strax í byrjun ferilsins.

Greinin birtist fyrst í Aldan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins