fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín: Eftirpartý án húsráðanda – Jón: Trúarofstæki vinstri manna

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 29. maí 2017 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.

„Það er okkar sameiginlega verkefni að reka öflugt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingar þurfa ekki að bæta fjárhagsáhyggjum ofan á veikindi vegna of hárrar greiðsluþátttöku. Við þurfum ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi. Fólkið í landinu vill ekki slíkt kerfi, ítrekað hefur það komið fram í skoðanakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill félagslega rekið heilbrigðiskerfi sem er vel fjármagnað.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín var harðorð í garð ráðherra, þá sérstaklega í garð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra fyrir svikin loforð og niðurskurð í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sagði hún ríkisstjórnina verklitla og minnti helst á eftirpartý án húsráðanda, og vísaði þar til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra er er erlendis. Kallaði Katrín eftir hugarfarsbreytingu þegar kæmi að reksturs samfélags:

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

„Samfélag er ekki aðeins bókhald sem þarf að stemma af. Samfélag er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum búa fólkinu okkar. Það er sáttmáli grundvallaður á réttlæti og sanngirni þannig að þeir sem mest hafa leggi hlutfallslega meira af mörkum en þeir sem hafa minna á milli handanna.“

Erfitt fyrir Alþingi að vinna traust þegar þingmenn tala út og suður

Jón Gunnarsson samgönguráðherra talaði fyrstur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, sagði hann þjóðina vænta miklar hagsældar eftir uppbyggingarstarf síðustu ára. Búast mætti við 20 milljarða árlegri útgjaldaaukningu en ljóst væri að þjóðin ætti langt á land á ýmsum sviðum. Jón vísaði til komu Costco og H&M í ræðu sinni og sagði þetta umbyltingu í verslun hér á landi:

Jafn­vel að þótt heyr­ist gagn­rýn­isradd­ir frá vinstri, þá er það eng­um vafa und­ir­orpið að auk­in sam­keppni á smá­sölu­markaði ætti að verða ís­lensk­um neyt­end­um veru­leg kjara­bót. Og því ber að fagna – og undr­ast um leið þau for­pokuðu sjón­ar­mið sem frá gagn­rýn­end­um koma. Það er eng­in til­vilj­un að þessi fyr­ir­tæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starf­semi. Hér hef­ur niður­fell­ing tolla og vöru­gjalda sem síðasta rík­is­stjórn stóð fyr­ir – og var reynd­ar gagn­rýnd hér á Alþingi af vinstri mönn­um – haft úr­slita­áhrif,

sagði Jón. Varðandi heilbrigðiskerfið sagði Jón óþarfi að tala allt niður í svaðið, ný skýrsla sýndi fram á að Ísland stæði framarlega í erlendum samanburði, erfitt væri fyrir Alþingi að vinna traust þegar þingmenn töluðu út og suður:

Annað dæmi um furðulega skamm­sýni og póli­tískt trú­arof­stæki er andúð vinstri manna á einka­rekstri á ýms­um sviðum þar sem ríkið hef­ur verið ráðandi. Þetta á  til að mynda við um ýmsa starf­semi á heil­brigðis­sviði. Hvaða vit er til dæm­is í því að senda fólk til út­landa í liðsskiptaaðgerðir – á einka­sjúkra­hús­um svo því sé haldið til haga – með ærn­um til­kostnaði fyr­ir sam­fé­lagið, þegar hægt er að gera þess­ar aðgerðir ódýr­ari hér á Íslandi?

Það er með ólík­ind­um að mál­um skuli vera svona fyr­ir­komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt