fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Sigrún ætlar aldrei í Costco: Óttast ófrosið Costco-kjöt

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra. Samsett mynd/DV

Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins óttast að Costco komi til með að flytja til landsins ófrosið kjöt sem leiði til heilsuleysis landsmanna. Frétt frá árinu 2014 þar sem Sigrún, sem þingmaður Framsóknarflokksins, var sögð lítast illa á komu Costco til landsins hefur víða verið dreift á samfélagsmiðlum í dag. Verslunin í Kauptúni opnaði í morgun í kjölfar mikillar spennu landsmanna og voru tveir vefmiðlar, Vísir og Mbl, með opnunina í beinni útsendingu.

Sigrún segir í samtali við Eyjuna í dag að það hafi verið haft rangt eftir henni á Stöð 2 á sínum tíma, hún hafi fagnað komu Costco til landsins og geri enn:

Það er svona þegar tekin eru við mann viðtöl, ég fagnaði aukinni samkeppni á markaði, það er bara af hinu góða. Ég er gamall matvörukaupmaður og var varaformaður kaupmannasamtaka Íslands á sínum tíma, og samkeppni er alltaf af hinu góða, ég tala nú ekki um gagnvart Högum. Hins vegar er ég ekki hrifinn af innflutningi á ófrosnu kjöti,

Íslenskt lambakjöt í kjötborði Costco. Mynd/Sigtryggur Ari

segir Sigrún. Hér á landi séu dýrategundir sem séu lítt sýktar og líkt og með óspillta náttúruna þá eigi að varðveita það. Sigrún segir að erfitt sé að bera Costco saman við aðrar verslanir, Costco sé einfaldlega allt annars eðli en verslunin Rangá sem Sigrún rak í áratugi og þjóna öðrum markaði:

„Þetta er bara allt öðruvísi verslun, ég get ekki alveg séð hvort hún henti endilega gömlu fólki eins og maður er orðinn sjálfur, maður kaupir ekki lengur inn í fleiri kílóum. Þetta er bara mismunandi form á verslun, ég vil hafa kaupmanninn á horninu og svo geta líka verið til svona stórmarkaðir sem þjóna ákveðnum hagsmunum. Þannig að ég er ekki á móti fjölbreytni guð hjálpi þér.“

Kjánalegt að flytja vörur langar leiðir til að hafa af heimamarkaði

Hún segist halda sinni skoðun að vera ekki hrifin af amerískum vörum sem séu fullar af aukaefnum, það sé hins vegar ánægjulegar fréttir sem hún hafi heyrt að Costco selji íslenskt kjöt þar sem það sé hagstæðara en að flytja það inn. Það sé hins vegar ekki spurning um að Costco muni reyna að flytja inn kjöt, það hafi verið talað um það fyrir nokkrum árum þegar verslunin kom fyrst til tals:

Ég bið fólk aðeins að hugsa um það, ég held að margir átti sig ekki á því. Ég var hirt fyrir þessi ummæli og þótti gamaldags Framsóknarkelling en ég heyri að margir séu á minni skoðun í dag. Sem fyrrum umhverfisráðherra, talandi um loftslagsmálin, þá er mjög kjánalegt að flytja matvöru sem getur haft af heimamarkaði langar leiðir hliðstæðar vörur þá er það alveg ótrúleg sóun og spilling á kolefnisspori að gera slíkt.

Ætlar þú að versla í Costco?

Nei ég er ekki búin að verða mér úti um kort. Það er ekki út af neinni andúð, ég sé bara ekki ávinninginn fyrir mig af því. Ég hef alveg lifað góðu lífi á því að versla í Rangá minni og þannig verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar