fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi: „Ákveðinn hópur sættir sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. maí 2017 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari.

Gera má ráð fyrir miklum átakafundi þegar dyrnar verða lokaðar fyrir óviðkomandi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á morgun. Fundurinn verður haldinn á Hótel Natura í Vatnsmýrinni, fyrri hlutinn er opinn fjölmiðlum þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins setur fundinn og heldur ræðu. Einnig munu þær Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður halda ræður.  Kl. 12:40 munu svo dyrnar lokast fyrir öðrum en fundargestum og almennar umræður hefjast, áætluð fundarlok eru svo kl.16:00.

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíói síðasta haust þar sem Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskosningum Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Hefur flokkurinn því rúmlega þrjá klukkutíma, ásamt matarhléi, til að gera upp flokksþingið síðasta haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr embætti formanns.

Ekki er sjáanlegt að um að ræða neinn málefnalegan ágreining sé að ræða innan flokksins heldur einungis um hvor þeirra eigi að vera formaður Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi á vísan stuðning frá Eygló Harðardóttur ásamt fleirum, þá sérstaklega úr Suðurkjördæmi þar sem hann er oddviti, telur hann sig einnig eiga vísan stuðning frá Lilju Dögg. Sigmundur Davíð hefur svo dyggan stuðning Gunnars Braga Sveinssonar oddvita í Norðvesturkjördæmi og margra annarra, sem hafa meðal annars kallað eftir því að Sigmundur stofni sinn eigin flokk. Hafa stuðningsmenn Sigmundar málað Sigurð Inga sem fulltrúa fjármagnsafla og þar fram eftir götunum. Sagði Sigurður Ingi á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að hann vonaðist eftir sáttum:

Það er ekki málefnalegur ágreiningur í Framsóknarflokknum. Þetta snýst kannski um að ákveðinn hópur sættir sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu á flokksþingi. Að menn séu svolítið að reyna nánast að búa til ágreining til þess að hafa ágreining. Ég held að þessi fundur okkar verði notaður til að slíðra þau sverð vegna þess að við öll sem þarna mætum erum kjarni Framsóknarflokksins og við viljum flokknum það besta. Ég er tilbúinn til að gefa kost á sér til að leiða flokkinn áfram í þessum ólgusjó en það er undir flokksmönnum komið. Það eru þeir sem ráða,

sagði Sigurður Ingi í morgun. Því skal þó halda til haga að ekki allir flokksmenn vilja skilgreina sig sem stuðningsmann Sigurðar Inga eða Sigmundar Davíðs, vilja margir einungis skilgreina sig sem stuðningsmann flokksins og vilja að friður ríki um forystuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega