fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: Ef einhver rekst á forsætisráðherra landsins

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. maí 2017 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Ég las einu sinni frétt um mann sem slasaðist með því að keyra yfir sjálfan sig. Það gerði hann með því að stökkva úr bílnum sem hann ók, á ferð. Þessi frétt rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá nýjustu fréttir af samskiptum stjórnvalda við „Íslandsvinina“ í vogunarsjóðunum.“

Með þessum orðum hefst pistill Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra sem hann birti á Fésbók nú fyrir stundu. Segir hann það hafa snemma legið fyrir að fyrir að ríkisstjórnin hefði tekið snarpa U-beygju í málinu þar sem vogunarsjóðunum var sagt í fyrra að þeir sem tækju ekki þátt í útboði yrðu læstir inni um fyrirsjáanlega framtíð en í mars á þessu ári sömdu stjórnvöld um að hleypa þeim úr landi með aflandskrónur á mun hagstæðara gengi en í útboðinu í fyrra.

Samningurinn náði til 90 milljarða af þeim 200 milljörðum sem eftir voru af „snjóhengjunni“. Sama dag var tilkynnt að þeir sem ekki væru aðilar að samningnum gætu fengið að losna líka og á sömu kjörum en tilboðið stæði aðeins „næstu tvær vikurnar“. Annars sætu menn eftir,

segir Sigmundur og bætir við:

En nú voru vogunarsjóðirnir búnir að sjá svo ekki varð um villst að hægt væri að brjóta íslensk stjórnvöld á bak aftur. Nýju sérkjörin voru því ekki lengur nógu góð og áhuginn á þátttöku lítill. Tæpum tveimur vikum seinna tilkynntu því stjórnvöld að „næstu tvær vikurnar“ væru ekki byrjaðar að líða og myndu ekki byrja að líða fyrr en búið væri að birta nánari lýsingu á fyrirkomulagi viðskiptanna.

Vikurnar tvær sem hófust í mars eru enn að líða

Rúmlega tveimur vikum síðar voru upplýsingarnar birtar og greint frá því að þar með myndu „næstu tvær vikurnar“ byrja að líða og þeim yrði lokið eftir rúmar tvær vikur, eða 28. apríl. Þeir sem vildu vera með þyrftu að tilkynna það til Morgan Stanley fyrir þann dag. Þegar 28. apríl rann upp á tilsettum tíma tilkynnti Seðlabankinn: „Fjöldi áhugasamra náði ekki að ganga frá viðskiptum innan þess tímaramma sem bankinn setti. Því hefur bankinn ákveðið að framlengja tímabilið…“:

„Nú gildir fresturinn til 15. júní þ.a. þeir sem ekki náðu að ganga frá viðskiptum rétt fyrir lokun í apríl fengu sjö vikur til að klára það. Vikurnar tvær sem hófust fyrri part mars eru enn að líða.

Maður skyldi ætla að nú væri stjórnvöldum alvara en þá tekur fjármálaráðuneytið upp á því að tilkynna Reuters að aflétta eigi restinni af höftunum á aflandskrónur á þessu ári og von sé á frumvörpum frá ríkisstjórninni um það síðar á árinu.“

Því spyr Sigmundur:

Telur einhver líklegt að margir muni lýsa sig reiðubúna til að selja íslenska ríkinu aflandskrónur á afslætti þegar stjórnvöld eru ítrekað búin að gefa eftir og tilkynna nú fyrir fram að þau muni gefa alveg eftir síðar á árinu?

Ef einhver rekst á forsætisráðherra landsins mætti viðkomandi hvetja hann til að fara að huga að því að taka stjórn á þessum málum. Helst á næstu tveimur vikum. Ef því verður við komið.

Ef ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að láta undan vogunarsjóðum þá gerir hún það en hún þarf þá að gera það með skipulagðari hætti.
Skipulagt undanhald er skárri kostur en stjórnlaust undanhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus