fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ferðamenn — krónan og vaskur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. maí 2017 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilhelm Wessman.

Eftir Wilhelm Wessman:

Er umræðan um fækkun ferðamanna vegna hás gengis krónunnar og hækkunar virðisaukaskatts (VSK) á greinina á rökum reist? Eða er skýringarinnar að leita annarsstaðar?

Mikið er rætt og ritað um alvarleika þessa máls fyrir þjóðarbúið, en eins og svo oft í umræðu hér heima er málið ekki skoðað ofann í kjölinn. Umræðan einkennist af rakalausum upphrópunum um að allt fari á versta veg ef gengið er ekki fellt og hætt verði við að leggja VSK á greinina.

Ef skoðað er hvernig verðmyndun á hótelgistingu og veitingum er, kemur margt fróðlegt í ljós.

Hér á árum, áður þegar ég var hótelstjóri í Reykjavík, var það lenska hjá sumarhótelunum og veitingahúsunum við veginn að hringja á vorin og spyrja: Hvað er verð á eins manns herbergi, tveggja manna herbergi? Hvað kostar fiskur dagsins, hvað kostar súpa og lambasteik , kaffi og rjóma-eða súkkulaðitertu sneið o.s.frv? Spyrjandi skráði þetta samviskusamlega niður og var þar með búinn að búa til verðlista fyrir sumarið. Við eftirgrennslan komst ég að raun um að þetta hefur ekkert breyst. Verðmyndunin er eins í dag.

Stóru hótelin á höfuðborgarsvæðinu spyrja hvað er verðið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna og þar með er þeirra verðskrá klár. Er þetta eðlileg verðmyndun?, eða endurspeglar þetta græðgi til að fá sem mest í stundargróða?

Valdimar Örnólfsson söng forðum daga á kvöldvökum í Kerlingafjöllum:

Það er skammgóður vermir að pissa, pissa í skóna.

Þetta á vel við verðlagningu hótela-og veitingahúsa og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í ferðaþjónustu og menntunar í ferðaþjónustu í dag. Það er ekki nóg að vera bestur í verði. Gisting í Reykjavík var sú dýrasta í öllum höfuðborgum Norðurlandanna 2016 og í ár erum við búinn að slá Sviss við, sem löngum hefur verið eitt dýrasta ferðamannaland heims. Önnur spurning sem vaknar er hvaða þjónustu og gæði fá ferðamenn fyrir þetta háa verð, eða eins og sagt er á ensku „value for money“. Ég heyri oft talað um í ferðaþjónustunni í dag „verðteygni“.

Mér skilst að það þýði að hækka verð upp úr öllu valdi og lækka það svo ef ferðamanninum finnst verðið of hátt. Samkvæmt þeirri markaðsfræði, sem ég lærði í ferðaþjónustu, þurfa gæði og verð „að fara saman“, ef ekki hættir ferðamaðurinn að koma og þar með er búið að eyðileggja orðspor viðkomandi ferðamannastaðar, eða „lands“.

Það getur orðið þrautinni þyngri að vinna til baka, glataða ímynd.

Stephen Meinich –Bache forstjóri First Hotels, en eitt slíkt er að opna í Reykjavík, sagði nýverið á mbl.is :„Annað vandamál á íslenska markaðnum er ósamræmið milli gæða og verðs og það gæti fljótt farið að hafa áhrif á orðspor Íslands sem áfangastaðar. Þetta því krítiskt atriði,“ segir Stephen.

Erum við ekki komin hér að rótum vandans: það eru ekki öll hótel á Íslandi fjögurra eða fimm stjörnu, það er ekki Kobe kjöt í hamborgurunum, eða vínin Grand Cru Classé sem rétt eru yfir borðið með 300% + álagningu.

Wilhelm W.G. Wessman,

Hótelráðgjafi og leiðsögumaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG