fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Óttarr vill frekar þóknast Bjarna og Benedikt en fólkinu í landinu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Mynd/Sigtryggur Ari

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fólkinu í landinu. Í opnu bréfi sem Kári skrifar kjósendum Bjartrar framtíðar lýsir hann fundi sem hann og tveir forsvarsmenn læknisfræði í landinu sátu með Óttari í Vatnsmýrinni 5.maí síðastliðinn.

Bentu þeir ráðherra á á að 85 þúsund manns í fyrra hafi skrifað undir kröfu til Alþingis um að 11% af vergri landsframleiðslu rynni til reksturs heilbrigðiskerfisins sem hefði aukið fé til þess um 40 milljarða króna á ári. Ríkisfjármálaáætlunin til næstu fimm ára geri hins vegar ráð fyrir 45 milljörðum af nýju fé inn í kerfið á fimm árum. Þar af fara 36 milljarðar í nýbyggingu Landspítalans sem hefur ekkert með rekstur heilbrigðiskerfisins að gera. Af þeim níu milljörðum sem eftir standa er tveimur ætlað að standa straum af kostnaði við læknisþjónustu Íslendinga erlendis sem er furðuleg ráðstöfun á fé og verður vikið að henni hér síðar. Segir Kári að eftir séu sjö milljarðar króna af nýju fé á fimm árum sem gera 1,4 milljarða á ári eða rétt um þrjú prósent af kröfu fólksins í landinu:

Hann yppti öxlum og viðurkenndi að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður,

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

segir Kári í lýsingu sinni af fundinum. Kári og læknarnir svöruðu því með því að segja að aldrei hafi verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi:

„Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar staðráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr.“

Segir Kári að hugsanlega sé Óttarr búinn að geyma ræðunum sem hann flutti þegar hann var í stjórnarandstöðu, ræður um mikilvægi kærleikans og mannréttinda og þess að þing og ríkisstjórn geri sér grein fyrir því að peningar séu ekki allt. Nú sé hann hins vegar orðinn einn af strákunum og það finnist honum kúl:

Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki