fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Eyjan

Óttarr sóttist eftir því að verða heilbrigðisráðherra: Ekki hægt að gleypa fíl í einum bita

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

„Landsmenn vilja að heilbrigðismálin verði sett í for­gang, fólkið í landinu vill efla heil­brigðiskerfið með auknu fjármagni, það vill bæta heilbrigðisþjónustuna, byggja nýjan spítala, það vill minnka álögur á sjúklinga og auka fjárframframlög hins opinbera til að innleiða fleiri ný lyf. Ég er sammála þessum áherslum. Þess vegna sóttist ég eftir því að verða heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ég vil koma þessu til leiðar.“

Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Segir hann að í stórum verkefnum verði að liggja fyrir stefna, markmið og áætlun áður en hafist sé handa til að ekki fari illa. Margt sé verið að gera til að styrkja heilbrigðiskerfið, nú standi yfir uppbygging Landspítala við Hringbraut, framlög hafi verið aukin til heilsugæslunnar og nýtt greiðsluþáttökukerfi sem á að verja aldraða, öryrkja og barna­ jölskyldur fyrir háum útgjöldum. Öll þessi atriði hafa þó verið harðlega gagnrýnd að undanförnu, en þó sérstaklega framlög til heilbrigðiskerfisins sem Óttarr minnist ekki á í grein sinni. Biður Óttarr að fólk sýni því skilning að öll verkefni taka tíma:

Ég bið lesendur um að sýna því skilning þótt Róm verði ekki byggð á einum degi. Það hefur aldrei verið gert, enda er það ekki hægt og það væri ekki skynsamlegt að reyna það. Ekki frekar en að gleypa fíl í einum bita,

segir Óttarr. Segir hann að eitt meginverkefnið framundan á vettvangi heilbrigðisráðuneytisins sé að setja fram heildstæða stefnu með skýrum markmiðum fyrir heilbrigðisþjónustuna og hald­ góðum skilgreiningum á því hverj­ir eigi að veita hvaða þjónustu og hvernig eigi að haga samvinnu:

Undirbúningur að þessu er hafinn. Mikið er til af vönduðum greiningum og stefnuplöggum sem sjálfsagt er að nýta við þessa vinnu.

Segir ráðherra að það þurfi að vera ljóst í hver sérstaða Landspítalans á að vera og hvernig staðið sé vörð það hlutverk. Nú sé undirbúningur hafinn inni í ráðuneytinu og verður það kynnt á næstunni segir Óttarr:

Marg­ir þurfa að koma að því verki en í ljósi mikillar þekkingar og fyr­irliggjandi gagna tel ég raunhæft að ljúka mótun nýrrar heilbrigðis­ stefnu á tiltölulega skömmum tíma. Þar með verðum við komin með gott veganesti til að efla og bæta heilbrigðiskerfið eins og við viljum öll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir