fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ólafur birtir framsögu sína í myndbandi

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 17. maí 2017 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður hefur birt á vefsíðu sinni 45 mínútna myndbandsgreinargerð þar sem hann skýrir sína hlið á einkavæðingu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003.

Síðar í dag kemur Ólafur fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu bankans, þar fær Ólafur 15 mínútur og því hefur hann ákveðið að birta framsögu sína í heild á netinu.

Var það afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndarinnar, sem greint var frá í lok mars síðastliðnum, að almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölu Búnaðarbankans árið 2003.

Sjá frétt: Stjórnvöld, fjölmiðlar og almenningur blekkt

Segir á vefsíðu Ólafs að markmiðið sé að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og umgjörð aðkomu þýska bankans við söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Segir Ólafur að við rannsóknina hafi hann aldrei fengið að sjá nein gögn til að tjá sig um né notið andmælaréttar, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus