fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kæfandi faðmlag íhaldsins

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Það verður æ forvitnilegra að fylgjast með stjórnarsamstarfinu. Ekki verður betur séð en Viðreisn og Björt framtíð eigi í nokkru basli við að halda sérstöðu sinni, hægt og hljótt virðast þessir litlu flokkar vera að týna sjálfum sér í kæfandi faðmlagi við hið valdamikla íhald í Sjálfstæðisflokknum. Það var viðbúið að einmitt þetta myndi gerast. Trúir til dæmis einhver því raunverulega að mikilvægar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði að veruleika? Það er ekki nóg að búa til nefnd, eins og sjávarútvegsráðherra hefur gert, það þarf að koma hlutum í framkvæmd. Staðreyndin er einfaldlega sú að þegar kemur að breytingum á kvótakerfinu þá er andstaða Sjálfstæðisflokksins algjör. Áhuginn á því að halda í núverandi kerfi er svo ríkur og fyrirferðarmikill að hann nálgast það að vera þráhyggjukenndur.

Nefndinni sem sjávarútvegsráðherra hefur skipað er ætlað að móta tillögur um það hvernig tryggja beri sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Af frétt í Morgunblaðinu að dæma starfar þessi nefnd í mikilli óþökk nokkurra þingmanna Sjálfstæðismanna. Ekki höfðu þeir dug í sér til að koma fram undir nafni í frétt Morgunblaðsins en nafnleysingjarnir spá því að lítið muni koma út úr starfi nefndarinnar, en segja að ef svo ólíklega vildi til að komið yrði með tillögur til grundvallarbreytinga þá muni þeir stöðva þær í þinginu.

Frá því stofnað var til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins talað á þann hátt að stórlega má efast um að þeir hafi nokkurn áhuga á að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Og nú hafa þingmenn þessa sama flokks enn á ný opinberað þetta áhugaleysi sitt. Þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vita nú af því, sem ætti  sannarlega ekki að koma þeim á óvart, að þingmenn Sjálfstæðisflokks munu berjast gegn úrbótum á sjávarútvegskerfinu. Og hvernig ætla Viðreisn og Björt framtíð að bregðast við því? Farsæld lands og þjóðar byggist ekki á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það eru aðrir kostir í stöðunni. Eða ætla litlu flokkarnir að búa við það þegjandi að Sjálfstæðisflokkurinn berji reglulega á þeim?

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Það er gríðarlega óábyrgt af þingmönnum Sjálfstæðisflokks að gaspra út og suður um að þessi og hin mál, sem Viðreisn og Björt framtíð leggja áherslu á, muni aldrei koma til framkvæmda. Digurbarkalegar yfirlýsingar í þessa átt eru afleit aðferð við að byggja upp traust og samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Ef einhver dugur er í þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá hljóta þeir að rísa upp og veita viðnám.

Ríkisstjórnin er sögð vera ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en það er einungis í orði kveðnu. Þarna er einn flokkur við stjórn: Sjálfstæðisflokkurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki