fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ásta Guðrún um það sem birtist ekki á RÚV: Starf þingflokksformanns skipt í öreindir

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata.

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að verkaskipting á hlutverki þingflokksformanns sé of mikil og er það hennar mat að fyrirkomulag Pírata um flata verkaskiptingu innan þingflokksins í stað þingflokksformanns flæki stöðuna. Ásta Guðrún sagði af sér sem þingflokksformaður Pírata um hádegið í gær og voru þingmenn flokksins kallaðir á þingflokksfund, í kjölfarið var tilkynnt um að Einar Brynjólfsson væri tekinn við sem þingflokksformaður og Smári McCarthy væri tekinn við af Birni Leví Gunnarssyni sem ritari.

Sagði Egill Helgason í gær að þingmenn annarra flokka hafi verið mjög forviða yfir þessu og leyndarhyggjan um innri mál sé einkennileg innan flokks sem boði gegnsæi.

Fjallað var um málið á RÚV í gær en í kjölfarið sagði Ásta Guðrún á Fésbók að hún teldi sig þurfa að koma nokkrum atriðum á framfæri þar sem klippt hefði verið á það sem hún hafi sagt:

Ég tel að þingflokksformaður eigi að vera málsvari þingflokksins gagnvart þinginu. Til upplýsinga þá eru uppi hugmyndir um að skipta stöðu þingflokksformanns í nokkrar stöður – sá sem sér um dagskránna, sá sem sér um fundastjórn, sá sem sér um vaktstjórn, sá sem mætir á þingflokksformannafundi og sá sem hefur yfirsýn yfir hlutina,

Smári McCarthy þingmaður Pírata tók við af Birni Leví Gunnarssyni sem ritari þingflokksins á fundinum í gær. Í samtali við Mbl sagði Björn Leví að það hefði verið sín hugmynd.

sagði Ásta Guðrún. Ólíkt öðrum flokkum þá hafi enginn nú það formlega hlutverk að hafa samskipti fyrir hönd þingflokksins út á við og hafa samskipti við stofnanir flokksins, svo sem framkvæmdaráð, ungliðahreyfingar og fleira, til þess að miðla skilaboðum til þingflokksins og öfugt:

„Mér finnst það hinsvegar vera of mikil skipting á hlutverki þingflokksformanns að kippa dagskrárgerð, vakstjórn og yfirsýn frá þingflokksformanni – því tilhvers þá að vera með þingflokksformann. Mér finnst það vera eitthvað sem ætti að vera á einni hendi, enda nauðsynlegt til þess að öðlast yfirsýn.“

Talar hún fyrir því að Píratar taki upp einhversskonar kerfi þar sem fulltrúar innan þingflokksins hafi það umboð til þess að eiga samskipti við grasrót eða stofnanir flokksins:

Það að skipta upp starfi þingflokksformanns í öreindir og setja á margar herðar er held ég bara að fara að flækja frekar en einfalda stöðuna, en hinsvegar styð ég heilshugar að farið verði í það að skýra boðleiðir frá grasrót og stofnunum flokksins til þingflokksins með því að búa til einhver formleg hlutverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun