fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Davíð sakar Þorgerði Katrínu um lýðskrum: Enn ein „sátta“nefndin

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. maí 2017 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/Sigtryggur Ari

„Sjávarútvegurinn, einn atvinnugreina, greiðir sérstaka viðbótarskatta ofan á aðra skatta sem allir greiða. Samt sem áður telur sjávarútvegsráðherra ástæðu til að stofna nefnd um að finna leiðir til að auka skattheimtuna enn frekar og ef til vill á nýjan hátt. Rökin fyrir þessum viðbótarskatti eru sögð þau að sjávarútvegurinn nýti sameiginlega auðlind, en er sjávarútvegurinn einn um að nýta sameiginlega auðlind? Vitaskuld ekki. Allur orkuiðnaðurinn byggist á nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar en hefur þó ekki verið krafinn um sérstakan skatt. Ferðaþjónustan, sem verður æ umfangsmeiri og er farin að skipta miklu fyrir hag þjóðarinnar, byggir tilveru sína að verulegu leyti á náttúru Íslands, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hefur einhverjum dottið í hug að þess vegna eigi að leggja sérstakan skatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu? Nei, að sjálfsögðu ekki.“

Þetta segir í leiðara Morgunblaðsins í dag, en leiða má að líkum að þar haldi Davíð Oddsson ritstjóri á penna. Í leiðaranum er stiklað á stóru yfir áhyggjum af neikvæðum áhrifum lýðskrums á þróun stjórnmála, minna fari fyrir slíkum áhyggjum hér á landi þó enginn skortur sé á skrumi:

Þessi tegund stjórnmálaumræðu er sérstaklega áberandi hér á landi í tengslum við sjávarútvegsmál, en ákveðinn hópur stjórnmálamanna hefur reynt að ala á og gera svo út á öfund í garð þessarar atvinnustarfsemi. Þetta er sérkennilegt þegar um er að ræða undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar til langs tíma og hefur verið skaðlegt, því að í stað þess að umræðan snúist um góðan árangur greinarinnar og mikilvægi þess að hún verði áfram rekin af hagkvæmni og skynsemi, er stöðugt reynt að þröngva frekari skattheimtu upp á greinina,

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

segir Davíð. Dæmi um neikvætt viðhorf sé skipun sáttanefnda líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði nýverið undir forystu Þorsteins Pálssonar og ræddi um í þættinum Eyjunni fyrir helgi.

Sjá Frétt: Sótt verður að kvótakerfinu sem aldrei fyrr ef ekki næst sátt um gjaldtöku

Sagði Þorgerður Katrín að með skipun nefndarinnar ráðgeri hún breytingar á gjaldtöku fyrir aflaheimildir en kvótakerfið sjálft vilji hún verja með ráð og dáð. Davíð segir sáttanefnd ekki þjóðinni til farsældar, það sem sjávarútvegurinn þurfi, líkt og aðrar atvinnugreinar, séu hagkvæm rekstrarskilyrði og rekstraröryggi:

Það er hvorki honum né þjóðinni til farsældar að nú skuli búið að skipa enn eina „sátta“nefndina sem ætlað er að ala á sundrungu meðal landsmanna. Stjórnmálamenn og aðrir ættu að vera stoltir af þeim árangri sem Ísland hefur náð á sviði sjávarútvegs og leitast við að styðja uppbyggingu hans og tengdra greina enn frekar. Þannig treystum við efnahagslegar stoðir þjóðarinnar og bætum hag allra. Enginn er bættari með áframhaldandi lýðskrumi og neikvæðri umræðu um sjávarútveginn eða aðrar greinar atvinnulífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki