Eyjan

Ágreiningur innan Pírata: Ásta Guðrún hætt sem þingflokksformaður

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 15. maí 2017 12:39

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata.

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata er hætt sem þingflokksformaður flokksins vegna ágreinings milli sín og meirihluta þingflokksins. Ásta Guðrún greindi frá þessu á Fésbók nú í hádeginu. Mun hún halda áfram sem óbreyttur þingmaður flokksins:

Í ljósi ágreinings milli mín og meirihluta þingflokks Pírata varðandi innra skipulag þingflokksins hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem þingflokksformaður Pírata. Við vorum með ólíka sýn á hvert þingflokkurinn ætti að stefna og því held ég að það sé farsælast að annar taki við því starfi. Hlakka til að gerast óbreyttur þingmaður á ný, en þá gefst meiri tími til að vinna að þeim málefnum sem eru mér hugleikin,

segir Ásta Guðrún. Hún tók við sem þingflokksformaður Pírata af Birgittu Jónsdóttur í lok janúar síðastliðnum. Varaþingflokksformaður Pírata er Einar Brynjólfsson þingmaður Norðausturkjördæmis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af