Eyjan

Teigsskógur: Skipulagsstofnum setur vegagerð í uppnám

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Sunnudaginn 14. maí 2017 12:12
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri.

Skipulagsstofnun gerir kröfu um breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps og segir að ekki verði unnt að veita leyfi fyrir vegalagningunni fyrr.  Þetta staðfestir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hreinn segir að Í áliti Skipulagsstofnunar komi fram að breyta þurfi aðalskipulagi Reykhólahrepps; því  Þótt Teigsskógsleiðin sé inni á skipulagi þá sé nýja veglínan það frábrugðin þeirri eldri að staðfesta þurfi nýtt skipulag. Að sögn Hreins hefur Vegagerðin ekki sótt um framkvæmdaleyfi þar sem sveitarstjórn geti ekki veitt það fyrr en framkvæmdin sé inn á staðfestu skipulagi. Reynt er að flýta ferlinu, segir í svari Hreins Haraldssonar við fyrirspurn blaðsins Vestfirðir, en hann vill ekki giska á tímasetningar.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps segir að Reykhólahreppur sé að rýna gögnin með sínum sérfræðingi og hafi heimsótt flestar stofnanir sem veitt hafa umsagnir til Skipulagsstofnunar í matsferlinu. Þá segir Ingibjörg að“það liggur fyrir að breyta þurfi aðalskipulagi sveitarfélagsins, ekki er búið að taka ákvörðun um það ennþá.“

Karl Kristjánsson, varaoddviti Reyhólahrepps segir:  „Við höfum, ásamt okkar ráðgjafa, átt einn fund með vegagerðinni og í dag (mánudag)  vorum við á fundum með Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Minjastofnun. Málið er í vinnslu en ég get ekki sagt til um hvenær vænta má útgáfu framkvæmdaleyfis.“

Áslaug Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar ríkisins.

Eftir því sem næst verður komist getur það tafið framkvæmdir ef útgáfa framkvæmdaleyfis verður kærð, en þarf ekki að gera það ef úrskurðarnefndin um umhverfis- og auðlindamál  úrskurðar að framkvæmdir geti hafist þótt kæruferlið sé í gangi. Fyrir því eru fordæmi. Óvissan skapast einkum vegna afstöðu Skipulagsstofnunar og andstöðu líklegra kærenda og ber þá að hafa í huga að óleystur er ágreiningur við landeigendur.  Á þessu stigi virðist ómögulegt að segja fyrir um það hvenær hreppsnefnd Reykhólahrepps gefur út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð um Teigsskóg og enn síður hvenær deilum ljúki um málið fyrir dómstólum. Málið er því enn í uppnámi fyrst og fremst vegna afstöðu Skipulagsstofnunar ríkisins.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps. Karl Kristjánsson fyrir miðju.

Greinin birtist fyrst í Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af