fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi: Ríkisstjórnin fálmkennd og Framsóknarflokkurinn taktlaus

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. maí 2017 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Í Eyjuþætti vikunnar sem frumsýndur var á ÍNN í gærkvöldi vakti Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi athygli á því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi nú setið í rúma hundrað daga.  Stjórninni virtist ekki ganga sérlega vel horft út frá því hvaða fylgi hún mældist með í skoðanakönnunum hjá þjóðinni.

Viðmælandi Björns Inga var Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Þingmaðurinn og fyrrum forsætisráðherra svaraði:

Eftir þessar ótímabæru kosningar sem voru í haust þá held ég að engum hafi dottið í hug að þetta yrði niðurstaðan, þ. e. a. s. ríkisstjórn sem væri meira og minna með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn,

sagði Sigurður Ingi og vísaði til þess að níu af ellefu ráðherrum stjórnarinnar væru eða hefðu verið í Sjálfstæðisflokknum. Forsætisráðherranum fyrrverandi þykir margt fálmkennt í störfum stjórnarinnar.

Það virðist ekki nægilega skýrt plan hvert þessi ríkisstjórn ætlar. Stjórnarsáttmálinn er frekar þunnur, óljós, og við höfum fundið það í þinginu á þessum fyrsta þingvetri. Auðvitað ekki mikið af málum sem þau voru búin að undirbúa, komu bara inn þarna í janúar, en það er ekki svona skýr fókus á það hvert þau eru að fara. Þannig að núna eru bara örfáir dagar eftir af þinginu. Ég hugsa að það sé leitun að því að fyrsta þing eftir kosningar sé svona afkastalítið og eiginlega ekki augljóst hvert núverandi ríkisstjórn ætlar sér. Mér kemur það ekkert á óvart að stuðningur við hana sé eins lítill og raun ber vitni og hefur verið það í raun allan tímann.

Þessi staða smitaðist síðan yfir á svipbragð ríkisstjórnarinnar út á við:

Það virðist vera að mönnum finnist ekkert gaman í þessari ríkisstjórn og það blasir svolítið við í þinginu.

Sigurður Ingi sagði einnig að ríkisstjórnin væri alveg klárlega mesta hægri stjórn lýðveldissögunnar.

 

Segir Framsóknarflokkinn ekki ganga í takt

Eins og kunnugt er þá leið Framsóknarflokkurinn afhroð í síðustu þingkosningum. Þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu með marga reynda þingmenn í sínum þingflokki þar sem tveir hafa gegnt störfum forsætisráðherra þá nær flokkurinn ekki flugi í skoðanakönnunum. Þar mælist hann með rétt rúmlega tíu prósenta fylgi. Björn Ingi spurði Sigurð Inga hvort hann sem formaður hefði ekki áhyggjur af því að Framsókn næði ekki vopnum sínum?

Jú, alveg klárlega. Þegar ég kom inn á þing 2009 þá höfðum við verið að mælast einmitt 5, 6, 7 prósent í aðdraganda þess og við vorum nokkuð óþolinmóð yfir því að fá ekki meiri stuðning í skoðanakönnunum og það gekk mjög hægt 2009, 2010. Það er ekki fyrr en með Icesave sem við fáum svolítinn trúverðugleika í því að skýra stefnu okkar hvað það sé mikilvægt að við séum fullvalda ríki og ráðum okkar eigin málum.

Sigurður Ingi sagði að flokkurinn ætti innistæðu fyrir meira fylgi en hann virðist hafa núna.

Án efa er það að hluta til, sú mynd sem við höfum á okkur eftir það sem gerðist hér fyrir rúmlega einu ári síðan, að formaður og forsætisráðherra varð að segja af sér, að við höfum ekki alveg náð að komast á næsta stig. Við göngum ekki í takt sem flokkur, og á meðan að einn flokkur er ekki trúverðugur sem slíkur þá hef ég fullan skilning á því að við fáum ekki „jackpot“ í skoðanakönnunum.

Hér má horfa á fyrri hluta viðtalsins við Sigurð Inga þar sem þetta kom fram ásamt fleiru:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2