fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Landlæknir harðlega gagnrýndur: Sérfræðilæknar eiga skilið afsökunarbeiðni

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Eyjan/Ari

Formenn Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur gagnrýna landlækni harðlega fyrir ummæli sem hann lét falla fyrr í vikunni og segja þau sérfræðilækna eiga skilið afsökunarbeiðni frá Birgi Jakobssyni landlækni.

Haft var eftir Birgi í Fréttablaðinu í gær að vera sérfræðilækna á einkareknum stofum utan Landspítalans væri ógn við öryggi sjúklinga:

Við erum með kerfi sem gerir það að verkum að sérfræðingar og læknar dragast frá Landspítala í stofu­praxís í of miklum mæli að mínu mati sem þýðir að sérfræðingar verja of litlum tíma á LSH. Þar með er öryggi sjúklinga stofnað í hættu,

sagði Birgir. Birgir hefur lengi talað fyrir því að læknar á Landspítala eigi ekki að vera í hlutastarfi á stofum úti í bæ en læknar hafa hingað til ekki tekið undir með landlækni. Arna Guðmundsdóttir formaður LR er mjög ósátt við ummæli landlæknis:

„Það stenst enga skoðun að sérfræðilæknar utan sjúkrahússins séu ógn við sjúklinga á LSH. Að mínu mati eru þessi ummæli röng og sérfræðilæknar á einkastofum eiga skilið afsökunarbeiðni frá landlækni,“

sagði Arna í samtali við Fréttablaðið í dag, sagði hún í viðtali við Eyjuna fyrr á þessu ári að hún væri ósammála landlækni um að best sé að læknar á Landspítalanum séu þar í fullu starfi. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands tekur í sama streng og Arna, ummæli landlæknis séu röng og óheppileg:

Mér finnst það ábyrgðarhluti af landlækni að taka svo djúpt í árinni. Landlæknir er í ákveðinni stöðu og orð hans hafa mikið vægi í íslensku heilbrigðiskerfi. Þess vegna skiptir miklu máli að tala af ábyrgð og rökstyðja mál sitt vandlega. Ég tel ummæli hans órökstudd og ekki til þess fallin að bæta íslenskt heilbrigðiskerfi.

Birgir Jakobsson landlæknir og Steinn Jónsson læknir.

Landlæknir hefur ekkert á móti aðgerðum úti í bæ

Sérfræðilæknar hafa gagnrýnt landlækni harðlega undanfarin misseri, sagði Steinn Jónsson, læknir og fyrrverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur meðal annars í grein í Morgunblaðinu nýverið að landlæknir sýndi kollegum sínum „fullkomna fyrirlitningu“ og að þeir sem þekki til sérfræðilæknisþjónustu á Íslandi viti að hér sé um að ræða hagkvæmasta og skilvirkasta þáttinn í heilbrigðiskerfinu hér á landi:

Það er samdóma álit þeirra lækna sem hafa rætt við landlækni um sérstöðu Íslands í heilbrigðismálum að hann hafi ekki minnsta áhuga á að setja sig inn í þá hluti eða skoða ástæðurnar fyrir því að Ísland stendur jafn vel og raun ber vitni. Málflutningur hans einkennist af stóryrðum og sleggjudómum,

sagði Steinn. Birgir sagði í samtali við Eyjuna síðasta haust að hann hafi ekkert á móti því að aðgerðir séu gerðar úti í bæ, en lausnin sé að gera allt kerfið hvetjandi, nú sé staðan sú að sérfræðilæknar fái borgað eftir afköstum á meðal Landspítalinn fær eina stóra summu árlega:

Ég hef ekkert á móti því að gera aðgerðir úti í bæ, það sem ég er að gagnrýna eru greiðslukerfin á Íslandi. Fjárlög fyrir opinbera kerfið, það er lamandi greiðslukerfi þar sem þú færð ákveðinn peningapoka og þú sparar mest með því að gera sem minnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?