fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Meira en helmingur Íslendinga á móti veggjöldum – Talsverður munur eftir búsetu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. maí 2017 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMR birti í dag niðurstöður könnunar um afstöðu fólks til innheimtu veggjalda til að standa undir kostnaði við rekstur vega hér á landi. Í heildina eru tæp 56% andvíg veggjöldum en rúm 25% fylgjandi innheimtu slíkra gjalda.

Könnunin var framkvæmd dagana 11.-26. apríl og tóku 926 einstaklingar, 18 ára og eldri þátt í henni.

Rúm 39% þátttakenda í könnuninni voru mjög andvíg innheimtu veggjalda. Aðeins tæp 7% kváðust mjög fylgjandi innheimtu veggjalda. Á heildina sögðust tæp 56% andvíg svarenda veggjöldum en rúm 25% fylgjandi.

Karlar eru líklegri til að vera á móti innheimtu veggjalda en konur en 60% kváðust vera það en aðeins helmingur kvenna. Lítill munur var hins vegar eftir kyni meðal þeirra sem fylgjandi eru innheimtu slíkra gjalda, 25% karla og 26% kvenna.

Af þátttakendum á aldrinum 18-29 ára kváðust 32% vera hvorki andvíg né fylgjandi veggjöldum. Því eldra sem fólk er því jákvæðari er það til innheimtu slíkra gjalda en 29% þátttakenda 68 ára og eldri sögðust fylgjandi.

Landsbyggðarfólk er upp til hópa andsnúnara veggjöldum en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. 63% þeirra sem búa úti á landi eru andvígir en 52% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningsfólk Pírata (57%) og Samfylkingarinnar (50%) reyndust töluvert líklegri en stuðningsflokk annarra flokka til að vera mjög andvíg innheimtu veggjalda. Stuðningsfólk Viðreisnar reyndist aftur á móti mun líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að vera frekar eða mjög hlynnt veggjöldum eða 45%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki