Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Byssumaðurinn í París var undir eftirliti – ISIS lýsir yfir ábyrgð

Ari Brynjólfsson skrifar
Föstudaginn 21. apríl 2017 12:48

Hér má sjá lögreglumenn að vakta mótmæli á mánudaginn gegn stefnu Mariane Le Pen. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er nú í Frakklandi þar sem yfirvöld óttast hryðjuverk í tenglum við forsetakosningarnar. Fyrri umferð þeirra fer fram á sunnudag. Mynd/EPA

Maðurinn sem myrti lögreglumann í París í gærkvöldi og særði tvo aðra var 39 ára með franskt ríkisfang og var undir eftirliti lögreglunnar vegna mögulegra tenginga við hryðjuverkahópa og var talið að hann væri róttækur íslamisti. Frönsk yfirvöld segja að um hryðjuverk hafi verið að ræða og hafa hryðjuverkasamtökin ISIS sagt að maður úr sínum röðum hafi myrt lögreglumanninn.  Árásin gæti haft áhrif á val margra kjósenda á sunnudaginn en þá ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa nýjan forseta.

Lögreglan bar kennsl á manninn í gærkvöldi en hefur ekki birt nafn hans opinberlega. Mikil öryggisgæsla verður í Frakklandi í kringum kosningarnar og segir Bernard Cazeneuve forsætisráðherra að allt öryggislið landsins verði á vakt á sunnudaginn:

Það má ekkert trufla grundvallarathöfn lýðræðis okkar,

sagði hann við blaðamenn eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar. Franska lögreglan er nú með fjölskyldu mannsins í haldi. Annar maður, grunaður um aðild að verknaðinum hefur gefið sig fram við belgísk yfirvöld. Í bíl byssumannsins fannst haglabyssa, eintak af Kóraninum og hnífar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af